Eins gott að Elli minn komst heim

Þetta eru rosaleg flóð sem hafa verið í Bretlandi í sumar og á meðan er hitabylgja í sumum löndum í Evrópu og við hér á Íslandi alsæl með sumarveðrið okkar. 

Hann Elli minn var að koma heim í dag úr vinnuferð þar sem hann var að skoða golfvelli í vikunni og skoðaði hann víst flottustu vellina í Skotlandi, Englandi og Írlandi. Hann missti svo af kvöldvélinni í gær í London, því seinkun var á fluginu frá Írlandi. Því þeir vildu ekki fara þaðan fyrr en ljóst væri að þeir gætu lent í London. Svo þegar hann komst loksins til London komst hann ekki í vélina þó vélin væri ekki farin, enda enn varúðarástand á vellinum vegna hættu við hryðjuverk og því er engum hleypt inn á 11 stundu. Það var víst algjör kös á Heathrow í gær og eins í dag þegar hann var að fara í gegn. Það var óveður um allt og mikið um seinkanir og flugum aflýst hægri og vinstri. Því máttu þeir félagar teljast heppnir að fá hótel inni í London í gærkveldi, en öll hótel í nágrenni vallarins voru uppbókuð. En hann komst heim í dag við mikinn fögnuð okkar Rituhöfðafjölskyldunnar og fórum við út að borða í tilefni heimkomu pabbans.

 


mbl.is Flugherinn kallaður út til aðstoðar vegna flóðanna í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott að Elli komst heim úr þessu öngþveiti.  Sannarlega ástæða til að fara út að borða.  Jafnvel einnig góð ástæða til að koma aftur í heimsókn á Djúpuvík í sumar?????

Vilborg Traustadóttir, 21.7.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært að bóndinn er kominn heim heill á húfi. Alltaf best á Íslandi.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband