Myndir myndir og aftur myndir

Ég hef einfaldlega mjög gaman að því að taka myndir og er venjulega alltaf með myndavél við höndina. Strandamyndirnar mínar eru loksins komnar í albúm inn á 123.is síðuna og skar ég þær verulega niður, en samt endaði ég með að setja inn 188 myndir Crying og þarf því góðan tíma og vilja til að skoða þær allar.

Ég á mörg þúsund myndir í tölvunni minni og á diskum. Það slæma við stafrænu myndirnar er það að maður framkallar ekki myndirnar og þarf alltaf tölvu til að skoða. En það er svo sem ekki alslæmt því ég á nokkra kassa af myndum sem ég tók fyrir digitaltímann og á eftir að setja í albúm og var alltaf að bíða eftir því að ég hefði tíma til að setja þær inn í myndaalbúm, sem enn hefur ekki gefist Crying, þannig að tölvualbúmin eru líklega bara ágæt. Það er líka plús að ef meður notar netalbúmin, geta vinir og vandamenn, sem og aðrir sem hafa áhuga á skoðað myndirnar.

Ég hef líka gaman að því að skoða myndir sem aðrir taka og damlega sé ég ýmsar myndir hjá bloggvinum og eins fer ég oft inn á myndaalbúmin hjá Gumma félaga mínum Fylkis sem er í friðargæslu í Bosníu og eins skoða ég albúmin hjá Jóni Svavars ljósmyndara. Ég var einmitt að skoða myndaalbúm hjá Gumma í morgun sem sitja verulega í mér, en hann tók þær í minningar og grafreit í Srebrenica. Hann skrifaði við myndirnar að þetta árið hafi tæplega 500 líkamsleifar verið jarðsettar og að það væri Íslendingur sem ynni við að bera kennsl á þær, hún Eva Kowalski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Flott Herdís.  Skoðaði myndirnar í gærkvöldi en kommenteraði ekki þar sem ég var "útkeyrð" eftir keyrsluna norður til Akureyrar.  Þetta var mjög gaman fyrir vestan..........Æðislegt að keyra niður í Kjörvogsfjöruna á Rauð.....Alltaf gaman að fara einu skrefi lengra en maður þorir........

Vilborg Traustadóttir, 24.7.2007 kl. 00:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottar myndir hjá þér skvísa. Aldeilis verið fín ferð.  Njóttu vikunnar og við tölumst.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband