Tivolí og Vogar

Sædís Erla að taka sig á loft

Við Rituhöfðafjölskyldan komum við í Tívolíinu við Smáralindina á leiðinni í Vogana á sunnudaginn. Við vorum að fara til að skoða flotta nýja húsið þeirra Höllu og Sigurjóns og kreista pínulítið Þórð lillamann Davíð Sjonnason.

Þeytivindan

Það var mjög gaman framan af í Tívolíinu, en þeytivindan varð síðasta tækið. Við þurftum að gera tvö stopp úti í vegakanti á leið okkar í Vogana og trúið mér að við vorum ekki þau einu sem þurftum að stoppa. En á leiðinni sá maður fleiri bíla snarhemla og bruna út í kant og smáfólkið hlaupandi út til að gubba. En mín tvö hresstust fljótt og voru alveg til í kleinur og kanelsnúða í Vogunum.

Þórður Davíð

Það var meiriháttar að hitta Sigurjón Veigar "litla" frænda og fjölskyldu og voru þau heldur betur heppin að fá þetta glæsilega hús. Engill var ekki heima, hann hafði farið með ömmu og afa í heimsókn og því hittum við hann bara næst. Sigurjón og Sturla fóru aðeins að leika sér með flugvélina sem varð svo bensínlaus og alt-bú. Við fengum kaffihúsakaffi a.la Halla og kræsingar og naut ég þess að horfa á svipinn Þórði Davíð litla, hann er eins og gamall lífsreyndur maður. Horfir á mann með þessum fallegu lífsreyndu augum og hugsar sjálfsagt sitt. 

Mamman á bænum var með myndavélina með sér eins og alltaf og er hægt að fleiri myndir hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Krúttleg fjölskylda og gaman hjá ykkur. Kær kveðja til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband