Gamla vinnan mín

Ég verð að viðurkenna að þessi frétt vakti áhuga minn og þá ekki vegna spurninga um það hvort fiskarnir væru með kynsjúkdóm eins og sumir, heldur fyrir þær sakir að ég vann við það að rannsaka tilfelli sem þetta í níu ár.  Ég veit af reynslu að það er ýmislegt sem gæti valdið, en nú læt ég mér það nægja að bíða eftir næstu frétt um niðurstöðu rannsókna Sigga og hinna á Keldum um það hvað veldur sárunum.

Ég velti því svo fyrir mér í framhaldinu hvað maður er í raun langt því frá að vera ómissandi. Þegar maður er á kafi í einhverju starfi þá dettur maður stundum ofan í þá gryfju að halda að maður sé ómissandi. Að ekkert gerist nema maður sé sá sem framkvæmir og enginn geti gert hlutina betur en maður sjálfur. Svo hættir maður í þessu starfi sem var LÍFIÐ og nokkrum árum seinna þá er starfið sem skipti mann öllu orðið að frétt sem vekur áhuga manns, en ekki mikið meira.


mbl.is Laxar með sjúkdómseinkenni á gotrauf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Áhugaverð pæling og sönn....þekki þetta....

Vilborg Traustadóttir, 30.7.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, já maður er svo ótrúlega ómissandi, eða þannig  börnin mín hlægja nú stundum góðlátlega að mömmu sinni, ég var á Samvinnuf. í 5 ár og þau skilja bara ekkert í því að nokkur hafi komist í sumarfrí síðan ég hætti    æðislegar fréttir af dóttur þinni í færuslunni hér á undan, þessu gleymir hún aldrei.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2007 kl. 15:56

3 identicon

Mikið til í þessu dísin mín og skil þig vel

Ég er orðin svo þroskuð.................greini mikilvægi þess að gæta jafnvægis á milli einkalífs og vinnu........hvað er í forgang og hvað ekki.

Ég held oft á tíðum að það sé í "tísku" að hafa svo mikið að gera að þú eigir helst ekkert líf utan vinnuna og er fyrir löngu orðin þreytt á fólki sem endalaust er kvartandi undan vinnu og aftur vinnu eða er á hlaupum eftir þessu og hinu og gleymir að lifa  

Við höfum val......eða svona oftast nær.......

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband