Verklegar framkvæmdir, stefnumót, vesturfarar og þjófnaður
13.8.2007 | 00:41
Þessi helgi er búin að vera dásamleg í alla staði. Við vorum að vinna í planinu hjá okkur um helgina. Nú er hann Elli minn búinn að leggja hitalögnina, alveg sjálfur. Síðan verður sandað á morgun og eftir það munum við hjálpast að við að leggja hellurnar. "Þegar öllu þessu er lokið" getur frúin loksins farið út á háhæluðu skónum sínum án þess að þurfa að tipla í grús og eiga það á hættu að skemma hælana.
Sædís Erla á markaðnum í Mosfellsdal
Ég fór á laugardagsmorgni á markaðinn uppi í Mosfellsdal til að kaupa fótboltasnakk handa strákunumá Olísmótinu og rósir handa Ásdísi hálfnöfnu og bloggvinkonu. Mér fannst hún nú vera svona dökkrauðarrósir typa en ákvað svo á síðustu stundu að kaupa Sigurrós, því mér fannst nafnið viðeigandi fyrir þessa kjarnorkukonu á Selfossi.
Mér leið svona eins og ég væri að fara á blint stefnumót (hef reyndar aldrei prófað það...but) og hlakkaði ég mikið til að hitta hana og húsbandið og bera sjálfa Bóthildi litlu augum. Nú við Sædís Erla skelltum okkur svo í heimsókn og vorum við svona eins og gamlar vinkonur og spjölluðum um alla heima og geima og áður en ég vissi af var ég búin að missa af öllum leikjum dagsins, tíminn bara flaug það var svo gaman. Þarna var ég loksins búin að hitta mína ágætu bloggvinkonu og hálfnöfnu og sjá að þetta var ekki bara eitthvað blogg, þetta var alvöru.
Við fjölskyldan fórum svo á Olísmótinu á Selfossi á sunnudeginum og hvöttum Aftureldingu óspart. Sturla og liðið hans vann sinn riðil og voru þeir heldur sælir með dolluna.
Þegar við komum heim frá Selfossi komu Sirrý okkar og tengdó í mat og ég sótti svo pabba út á flugvöll, en hann er að fara í augnaðgerð á þriðjudaginn. Stuttu eftir að ég kom heim aftur hringdi Anna Kristjánsdóttir bloggvinkona mín og spurði hvort ég ætti ættingja í vestuheimi, ættaða úr Skagafirði. Jú ég hafði oft heyrt talað um hóp ættingja pabba sem fluttu West-ur um haf. Hún sagðist hafa vitneskju um ættingja mína sem væru á landinu. Hún hafði tekið að sér að leita ættingja þessa fólks og viti menn, hún fann mig á listanum. Nú hef ég lagt drög að því að hitta þessa ágætu ættingja mína á næstunni og verður það fróðlegt og örugglega skemmtilegt. Segið svo að bloggið sé ekki til margra hluta nytsamlegt.
Það var aðeins einn svartur blettur á þessari annars ágætu helgi. En það var að skátinn minn var rændur á flugvellinum í London. Já allt tekið, veskið með peningum og kortum, síminn, nýja flotta myndavélin hennar sem hún vann í auglýsingakeppninni. Þetta er ömurleg lífsreynsla sem allir vilja vera án, en flestir lenda í á ævinni. En vegabréfið var á vísum stað og því er hún nú komin til landsins þessi elska og erum við að fara upp í skátaheimili núna til að sækja hana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Greinilega geggjuð helgi hjá þér og þínum og til hamingju með strákinn og dolluna
Mjög leiðinlegt að lenda í því að vera rændur öllu, bin there, done that
Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.8.2007 kl. 16:37
Hjartans þakkir elsku vinkona fyrir heimsóknina á laugardaginn. Það var virkilega gaman að fá ykkur Sædísi í heimsókn. Rósirnar sem þú færðir okkur eru sannkallaðar Sigurrósir, berjast um hver er fallegst og opnast eins og heil sól hver og ein. Til lukku með sigur drengjanna en mikið voðalega er leiðinlegt að heyra með þjófnaðinn á eigum nöfnu minnar maður verður svo sár, þó svo þetta sé eitthvað sem má bæta oft, þá samt er þetta erfitt. Knús til hennar og ykkar allra. Hlakka til næsta fundar og Bóthildur og Bjarni Ómar biðja fyrir kveðju.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 17:07
Alveg óþolandi svona rán. Ég sendi góðar kveðjur og knús til ykkar.
Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.