Brjóstmóðir höfuðborgarsvæðisins 1998 - 2001

Jóhanna, Linda Ósk og Herdís brjóstmæður og fyrrverandi starfsmenn Rauða krossins

Ég er brjóstmóðir höfuðborgarsvæðisins 1998 - 2001. Ástæða þess að ég skrifa um þetta núna er að ég var að hætta störfum hjá Rauða krossi Íslands áðan og fékk að gjöf blóm og skjöld með brjósti og titilinn brjóstmóðir höfuðborgarsvæðisins 

Kveðjuathöfnin var haldin í hádeginu í dag og vorum við Linda Ósk og Jóhanna Ólafs allar kvaddar saman. Við eigum það allar sameiginlegt að vera fyrrverandi svæðisfulltrúar og voru það sprellararnir Jói Thor, Gulla og Gunnhildur sem sögðu svæðisfulltrúastarfið vera svona eins og að vera með svæðið á brjósti og útnefndu okkur því brjóstmæður. Við Linda Ósk byrjuðum á sama tíma, hún á Vesturlandi og ég á Höfuðborgarsvæðinu. Síðan tók ég við verkefnastjórastöðu í neyðarvörnum og neyðaraðstoð og Linda tók við mínu starfi hér á höfuðborgarsvæðinu. Við Linda Ósk vorum búnar að vinna fyrir félagið í níu ár. Jóhann Ólafs var svæðisfulltrúi á Vesturlandi í um eitt ár, samanlagt tæp tuttugu ár hjá okkur vinkonunum þremur, sem er heilmikið. 

Við fengum góðar kveðjur frá samstarfsmönnum og svo var líka settur upp grátmúr í litla salnum. Ástæða er sú að óvenju margir hafa verið að hætta undanfarið og talin ástæða til að koma sorginni í ferli. Í stól var settur hlustandi, frekar daufur yfirlitum að vísu, en örugglega góður hlustandi. Jói sáli sagði líka að það væri sjúklegt ef fólk yrði enn í sorg eftir nokkrar vikur og þá yrði það að koma á stofuna til hans .... no pro bono ... hjá Dr Sála.

Ég hafði það af að senda út kveðjupósta til samstarfsaðila og vinnufélaga og fékk margar góðar kveðjur. Þrátt fyrir að hafa hætt störfum hjá Rauða krossinum núna þá mun ég fylgjast með því sem er að gerast og kem fús til starfa  hvar sem er í kerfinu "on the dobble" ef Katla fer að gjósa. Svo getur verið að ég fari í áfallahjálparteymið og hver veit nema ég láti drauminn rætast og fari fljótlega til hjálparstarfa erlendis sem sendifulltrúi.

Nú ætla ég að einbeita mér betur að háskólanámi mínu sem ég hóf fyrir ári síðan og hver veit nema ég birtist aftur í bransanum eftir að ég hef lokið námi mínu og útskrifast sem umhverfis -og auðlindafræðingur. 

Hér eru nokkrar myndir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Stíðs-dísin mín, mikið á ég eftir að sakna þín, þú bilaða BUGÐA og brjálaði PÁFUGL eða var það öfugt , brjálaði PÁFUGL og bilaða BUGÐA.  ÆJI hverju skiptir það svo sem, ég sakna þín samt og þrátt fyrir allt þá eigum við það sameiginlegt að vera báðar PÁ-BUGÐUR.

Gulla (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ykkur Lindu er sárt saknað í Efstaleiti.   Þú ert búin að vera kraftaverkakona í neyðarvarnarmálum.

Takk fyrir frábær ár. Voru þetta 10 ár?    neee það getur ekki verið.

Marinó Már Marinósson, 21.8.2007 kl. 17:39

3 identicon

Já, það var skrýtið að upplifa samveruna í hádeginu í dag, veist vel hvað ég meina dísin mín....ekki satt ?

Þar sem ég er ekki að yfirgefa félagið að svo stöddu, bara aðeins að færa mig til þá mun ég eiga þess kost að hitta þessar í E9 reglulega ennnnnnnnnnnnn ég er stax farin að sakna þess að sjá þau ekki daglega

og já Marinó minn árin eru víst orðin þetta mörg........

knúsa, knús frá brjóstmóður vesturlands og höfuðborgarsvæðis

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 19:35

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk elskurnar, mikið á ég eftir að sakna ykkar líka, en við eigum nú eftir að taka góða rispu síðasta föstudaginn í september. Allir verða að mæta.

Æi já skrítið var það svo sannarlega í dag og enn furðulegra verður að taka ekki beygjuna í Efsaleitið...ætli sé ekki best að ég noti bara strætó ... frítt fyrir námsmenn og það allt. 

Ég tek undir með þér Marinó minn að ótrúlegt er að árin séu orðin svona mörg...en spáðu í allt sem búið að gerast á þessum tíma og þá meikar þetta sens allt saman.

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.8.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég mæti   

Marinó Már Marinósson, 21.8.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Greinilega skemmtilegur dagur hjá ykkur. Til hamingju með titilinn. Flottir bobbingar !! hvar ætlarðu að hafa þinn?? Æðislegar myndirnar af ykkur og þú rosa skutla. Værirðu til í að segja mér hvað þú varst lengi á spítala eftir þína aðgerð og hversu margar vikur eru í bann að gera næstum allt.  Ég er spennt að komast í aðgerðina og ætla sko að vera stillt og góð og láta mér batna vel. Kær kveðja í Mosó.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 22:33

7 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Elsku Herdís.

Maður er búinn að vera með fiðrildi í maganum og einhverja óþægilega tómleikatilfinningu síðan í hádeginu í dag. Mikið skelfilega verða neyðarvarnirnar tómlegar án þín.

Jón Brynjar Birgisson, 21.8.2007 kl. 23:37

8 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Þessir nokkru dagar sem ég á eftir að vera hér - verða skrítnir.  Ég held að það hafi runnið upp fyrir fólki - í hádeginu í gær - hvað margir eru að fara.  En allar breytingar eru til góðs - change or die.......  Þú getur verið róleg með eftirmann þinn........ Við Linda vitum ekkert um okkar.....

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 08:29

9 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já þetta var skrítið í gær og leið mér í lokin eins og ég væri í jarðaför, en "enginn þeirra dó" og mér líður vel í dag og svo á mér eftir að líða enn betur á morgun. Ég er bara þannig að ég verð að loka dyrunum til að halda áfram...þoli ekkert hálfkák.

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.8.2007 kl. 19:52

10 identicon

Kæra Herdís! Var nú hissa að fá engan kveðjupóst frá þér uhuhuhuhuhuuuu en vil nota þennan vettvang til að þakka þér innilega fyrir gott samstarf á undanförnum árum og óska þér alls hins besta á komandi vettvangi. Þú ert yndisleg manneskja og þín verður saknað - sérstaklega þegar æfingarnar fara aftur á fullt!

Fyrir hönd neyðarteymis 1717 kveð ég góðan samstarfsfélaga - munum þó eflaust sjá eitthvað af þér....ef skapast mikið stuð!

Einnig veistu að sjálfboðaliðastörf hjá 1717 standa þér ávallt opin ;)

muuuuhhhhaaaaa

Elfa Dögg

Verkefnastjóri Hjálparsíma RKÍ - 1717

Elfa Dögg (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:48

11 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Elsku hjartans Elfa mín ég sendi póst á RKÍ og hélt að það hefði farið á alla og þá meina ég alla Rauða kross fjölskylduna. Ég á nú eftir að vinna 2 daga og á enn eftir að senda nokkra spes pósta til þín og fleiri aðila úti í hinum stóra Rauða kross heimi. Ég gæti nú alveg hugsað mér að taka þátt í 1717 símsvörun, en ætla að sjá hvernig skólinn fer af stað

Takk sömuleiðis fyrir frábært samstarf og á ég svo sannarlega eftir að sakna ykkar líka ... sniff sniff

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.8.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband