Gömlu góðu Stuðmenn fundust í túninu heima

Gular og glaðar

Í gær héldum við áfram að skemmta okkur "í túninu heima".

Skreytidagur í Rituhöfðanum

Rituhöfðabúar tóku sig til allir sem einn og skreyttu götuna sína GULA og eru nú allir gulir og glaðir. Ég sá bæjarstjórann Ragnheiði Ríkharðs nýbúa í Hrafnshöfðanum skreyta runnana sína með gulum slaufum og sá ég ekki betur en að hún væri með gula lögregluborða Whistling. Nei smá grín, svona má nú ekki segja um bæjarstjórann sinn. Sigrún missti sig og fór að úða trén sín gul og setti afmælishundinn Tinnu í Joe Boxer bol. Tinna var alsæl með þetta nýja vacum dress og sýndi gekk eins og fyrirsæta um alla götuna. Raggi hékk í ljósastaurum og Tóti í þakköntum og ég fékk gulu fínu seríuna (sem by the way var sérsmíðuð fyrir mig af Bymos fyrir hátíðina) með rússunum í litla sæta tréð mitt að lokum. Ekki er búið að fullklára skreytingarnar ennþá, enda sólarhringur í dómnefndina.... en ef þið lásuð ekki bloggið í gær... þá ætlar Rituhöfðinn að vinna skreytikeppnina árið 2007 W00t.

Elli með gula hallamálið

Elli og Palli héldu áfram að helluleggja, en Elli passaði sig nú á því að nota gult hallamál því annars hefði hann verið gerður brottrækur úr götunni.

 

Gömlu góðu Stuðmenn

Þegar búið var að koma fyrir nokkrum kílómetrum af gulum borðum (ómerktum) á ljósastaura og í alla runna héldum við á tónleika með Stuðmönnum. Við vorum nú ekki í rónni þegar við mættum á svæðið, því við héldum að þar yrðu kannski sömu Stuðmenn og mættu á Landsbankatónleikana, en urðum voða fegin þegar við sáum og heyrðum að þarna voru mættir gömlu góðu Stuðmenn.  Það rigndi lóðrétt sem gerist nú ekki á hverjum degi á Íslandi og má segja að um ansi þéttan úða hafi verið að ræða. Ég keypti mér gulan galla í Bymos og mætti ég svo bæjarstjóranum "illræmda" sem var í hinum gallanum. En ég frétti hjá Elísu að hún ætti einn pantaðan í dag, þannig að einkennisklæðnaður bæjarhátíðarinnar "Í túninu heima" 2007 verður regngalli frá Bymos. Að vísu keypti amma Binna sér einn gulan í Europris, en það er líka allt í lagi því hann var líka gulur.

Smáfólkið í stór-Rituhöfðafjölskyldunni

Eins og á sannri útihátíð var keypt nammisnuð og splæsti mamman á alla stór Rituhöfðafjölskylduna og sögðu þær skvísurnar ekki orð í nokkurn tíma, sem er nú ekki alveg líkt þeim.

Sædís Erla á Stuðmannatónleikum

Það var mikið gaman á tónleikunum og fórum við Sædís Erla heim alsælar og mettar eftir að hafa fengið okkur pylsu og kók hjá Aftureldungu.

Að vanda voru teknar nokkrar myndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð skreyting í Riuhöfðanum, verst að þeir í BM vallá áttu engar gular hellur til að setja niður fyrir helgina en þróunarvinna er farin í gang á þeirri framleiðslu.

Kveðja
Rituhöfðabúi nr. 4

Erlendur Örn Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ god, þetta er greinilega æðislega gaman. Þegar mitt fólk kemst aftur í meirihluta hér legg ég til að halda svona hátíðir.  Sædís er algjör dúlla með sleikjón og regnhlíf knús til hennar frá mér og Bóthildi. Flottur hundurinn í gula bolnum    njótið helgarinnar

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Ja hérna hér!

Stórskrítnir þessir íbúar í Mosó. Eða, nei annars. Ég öfunda ykkur smá af þessari hátíð. Hér með lýsi ég eftir Grafarholtsbúum sem eru til í að koma á legg árlegri hátíð í ,,holtinu".

Jón Brynjar Birgisson, 25.8.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hitti fólk í dag á hverfismarkaði hér í Laugardalnum.  Þau eru flutt úr blokkinni hér og í Garðabæinn.  Þau voru mætt á markaðinn sem nota bene ég vissi ekki af fyrr en þarna.  Sennilega þyrfti ég að flytja burt til að fylgjast með í hverfinu..........þau voru svo á leiðinni í Mosó!!!

Vilborg Traustadóttir, 26.8.2007 kl. 01:09

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Þetta er búið að vera ótrúlega gaman alla helgina og Nonni minn, þú ert velkominn karlinn minn í Mosfellsbæinn any time. Það er líka alveg rétt að hér er stórskrítið fólk og ég flutti hingað vegna þess að hér sker ég mig ekki úr

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.8.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband