Ragnheiður að hætta sem bæjarstjóri
31.8.2007 | 00:02
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Ragnheiður sé að hætta sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar á morgun. Bæjarstjórnin hélt henni kveðjuhóf í Hlégarði í dag og sagði hún að dagurinn hefði verið erfiðari en hún hafði ímyndað sér. Mér þótti þetta ósköp erfitt og veit ég að svo var um marga aðra. Hún hefur verið farsæll bæjarstjóri, sem hefur látið til sín taka á öllum sviðum.
Ég útbjó "dag"blað fyrir hana Ragnheiði vinkonu mína og samstarfskonu í tilefni þessa tímamóta í lífi hennar. Blaðið heitir Bæjarstjórinn og verður það bara gefið út í þessu eina eintaki. Ég var að föndra við þetta eftir bæjarstjórnarfundinn í gærkveldi og svo á síðustu stundu í dag...en náði þessu. Forsíðan var með fréttum sem lýstu aðdraganda þess að hún varð bæjarstjóri. Fyrst prófkjör og síðan kosningarnar 2002, þegar við unnum bæinn. Í opnunni voru fréttir um það sem við höfum afrakað í meirihlutatíð okkar í bæjarstjórn, mál sem við getum öll verið stolt af. Þar í miðopnunni var einnig grein sem hún skrifaði sjálf og ber yfirskriftina "bærinn okkar Mosfellsbær". Á baksíðunni var hins vegar frétt um alþingismanninn Ragnheiði Ríkharðsdóttur og enda blaðið á bæjarstjóraskiptunum.
Mér þótti líka ástæða til að vera með aukablað sem ég kallaði Oddvitinn og lýsti í myndum ýmsu sem við sjálfstæðismenn höfum sprellað saman og baksíðan var tileinkuð jökkunum hennar Ragnheiðar en hún er mikil jakkakona og hikar ekki við að ganga í lit, þrátt fyrir að vera allt annað en litlaus kona .
Hún tók ákvörðun um að hasla sér völl sem alþingismaður og veit ég að hún á eftir a standa sig vel á þeim vettvangi. Ég veit líka jafnvel að Haraldur Sverrisson á eftir að standa sig vel sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Ég hef unnið með honum frá því að ég byrjaði að sýsla í sveitarstjórnarmálum fyrir níu árum síðan og verður líka gaman að vinna með honum sem bæjarstjóra.
Ég verð að láta þess mynd fylgja, en hún er ein af mínum uppáhalds. Hún var tekin á kosninganóttina 2002, þegar ljóst var að við Sjálfstæðismenn náðum hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Hún var tekin af Jóni Svavarssyni bloggvini mínum og var hann svo sætur að senda mér hana svo ég gæti notið.
Bæjarstjóraskipti hjá Mosfellsbæ um mánaðamótin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
Athugasemdir
Ragnheiður getur verið mjög stolt af sínum fimm árum. Ég veit að hún var hugsi á sínum tíma yfir því hvort að hún ætti sjálf að verða bæjarstjóri þegar að þið unnuð stórsigurinn 2002 en það var hið eina rétta. Sigurinn var hennar og hópurinn var samhentur og öflugur.
Það var leitt að þið náðuð ekki hreinum meirihluta í fyrra, en flokkurinn hefur leitt mál vel í Mosó og verið virkilega gaman að fylgjast með úr fjarska hversu vel hefur verið unnið og hversu vel Ragnheiður hefur leitt vagninn. Hún er sönn kjarnakona, gerir hlutina 110% og er heiðarleg í sínu.
Haraldur er öflugur og rétti maðurinn í að taka við og Ragnheiður er ekki að fara neitt, en það verður sjónarsviptir af henni úr bæjarstjórastól þarna rétt eins og var hér þegar að Kristján Þór hætti. Það er alltaf sviplegt þegar að sterkir leiðtogar fara frá.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 31.8.2007 kl. 00:07
Já, þetta er hörkukvenmaður. Það verður gaman að fylgjast með henni á þing. Er ekki gaman í skólanum??
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 00:08
Já RR á eftir að standa sig vel á nýjum vettvangi.
Já það er rétt hjá þér Stebbi að það var smá hik í byrjun, en í mínum huga var það aldrei spurning hvort hún ætti að vera bæjarstjóri og veit ég að hún sér ekki eftir því að hafa tekið þá ákvörðun 2002, þetta hefur verið frábæ tími. Tek undir með að Haraldur sé rétti maðurinn í að taka við. Ég sjálf mun nú taka við formennsku í bæjarráði af Haraldi og verður gaman að takast á við það verkefni næstu árin.
Herdís Sigurjónsdóttir, 31.8.2007 kl. 00:34
Við Ragnheiður vorum samtíða í íslenskunni í HÍ á sínum tíma - hún var hress og skemmtileg þá, eins og hún er vafalaust enn.
Þó ég sé nú ekki skoðanasystir hennar í landsmálapólitíkinni, óska ég henni alls hins besta á þingi - þykist viss um að hún muni lífga upp á þingsali, þangað komin.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.8.2007 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.