Viðburðarík vika hjá Rituhöfðafjölskyldunni
7.9.2007 | 19:17
Þá er kominn föstudagur einu sinni enn, merkilegt hvað þessar vikur líða hratt þegar mikið er að gera.
Nú er ég komin á fullt í skólanum og líst bara vel á áfangana sem ég er í. Það verður alveg nóg að gera við að skrifa ritgerðir, tvær slíkar upp á a.m.k. 15 síður takk, á ensku og líka fullt af verkefnum, fyrirlestum, dæmaútlausnum, ein tilraun með ritgerð, hópverkefni, vettvangsferðir og tvö próf svo ekki sé minnst á þessar 10 bækur sem ég á eftir að lesa... kannski eins gott að ég er nokkuð fljót að lesa .
Það er mikill léttir að vera byrjuð aftur á meistaraverkefninu eftir frí í sumar. Ég var búin að fá aðstöðu hjá almannavörnum í sumar og fékk svo aðstöðu á skrifstofum sambands íslenskra sveitarfélaga til að vinna seinni hluta verkefnisins. Þá sendi ég út spurningalista til framkvæmdastjóra sveitarfélaga og spyr um viðhorf til almannavarna og eins stöðu almannavarnamála á hverjum stað.
Hann Elli minn. Rituhöfðinginn, kláraði bílaplanið okkar í vikunni.... hibb hibb húrra og hefur þessi framkvæmd bara tekið mánuð. Þetta er svooooo flott og gerði Elli örugglega meira en 50% sjálfur. Hann lagði snjóbræðsluna og eins lagði hann 200 fermetrana stein fyrir stein og hafði Palli ekki undan að handlanga og ég sjálf á góðum dögum.
Sædís Erla er búin að vera eitthvað hálf snúin þessa dagana og fórum við með hana til læknis áðan. Við héldum að hún væri með kinnholusýkingu en fullyrti læknirinn að svo væri ekki, heldur veirusýning sem annað hvert barn í Mosfellsbæ er búið að vera með. Sem greinilega lýsir sér í ólund og óþekkt . En hún sleppur þá í þetta sinn við að taka sýklalyf blessunin.
Sturla er byrjaður í handboltanum og æfir sem aldrei fyrr og sáttur í skólanum. Hann var heldur súr í gær, en hann var eitthvað veiklulegur og gubbaði og kom hann heim. En trúlega hefur þetta verið bara gamla bakflæðið, því hann var að drekka trópí. Nú hann kom heim og val alveg eyðilagður því hann langaði svo að fara í textíl, sem mér þótti ótrúlega krúttlegt. Það er svo gaman að sauma, að eftir að hann hafði verið heima í tvo tíma fór hann í skólann.. og náði tímanum í textíl.
Ásdís er búin að vera í listasmiðju alla vikuna. Enginn skóli heldur bara skissa og mála út í eitt undir leiðsögn danskrar listakonu og svo náttúrulega hennar Örnu Bjarkar líka. Þetta er meiriháttar framtak hjá Lágafellsskóla sem er alltaf með einhverjar nýjungar, sem er svo skemmtilegt fyrir krakkana eins og Ásdísi Magneu sem eru meira fyrir listir.
Nú erum við að fara í opnun í Keiluhöllinni. Þar verður mikil hátíð í kvöld þegar stækkun hallarinnar verður tekin í notkun og hlakka ég til að fara og samgleðjast með vinum okkar, þeim Rúnari og Björk. Ég ætti kannski að taka Mosfelling með, en þau Keiluhjónakorn komu með okkur í Hlégarð á Gildruballið og tók Hjördís Kvaran þessa líka fínu mynd af okkur Björk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Viðburðarík og skemmtileg vika hjá ykkur. Ekkert smá duglegur hann Elli þinn, 200 ferm. er nú rosa mikið plan. Gott að börnin eru byrjuð í rútínunni, alltaf eitthvað svo gott þegar skólinn byrjar. Eigið góða helgi saman. Kær kveðja frá Bóthildi
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 19:39
Þetta líst mér vel á. Er ekki rafmangssnúra til að tengja hitara við bílinn í frosti?
Marinó Már Marinósson, 7.9.2007 kl. 21:03
Vonandi hressar krakkarnir fljótt og gott hjá Ásísi Magneu...ég er að detta í listgryfjuna....það er æði...
Vilborg Traustadóttir, 7.9.2007 kl. 23:40
Vikan hjá okkur Ásdísi búin að vera ótrúlega skemmtileg enda forréttindi að fá að vinna með grafíklistakonunni Inger Winther. Vonandi hafði hún gagn og gaman af.
Síðan verður sýningin opnuð í nóv. í listasal Mosfellsbæjar.
Arna Björk (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 17:43
Greinilega nóg um að vera hjá þér og öllum hinum fjölskyldumeðlimum. Í hvaða námi ert Herdís? sökum mikils lærdóms hjá minni hafa bl0ggrúntunum fækkað allverulega eða nánast niður í ekki neitt Held þetta hjóti nú að fara að koma allt, að maður komist á rétt ról fljótlega, það er bara allt sett á fullt um leið og maður er komin heim úr fyrstu staðlotu og maður kann ekki einu sinni á tölvufja....an, en þetta kemur. Verður allavega góður bloggrúntur í des þegar prófin eru búin
Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.9.2007 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.