Mínir menn ekki á blesgæsaveiðum

BlesaHeidaGra2

Ég heyrði í mínum mönnum áðan og voru þeir þá í skurðinum. Þeir komnir með 12 gæsir og því þarf ég ekki að örvænta um að fá ekki áramótasteikina. Ég var að tala við Stóra áðan þegar hann allt í einu henti frá sér símanum og svo heyrði ég gva gva gva og svo bang og lágu tvær.

Ég hef annars aldrei borðað blesgæs, enda er Skagafjörðurinn ekki í blesgæsar leið, en þær eru algengastar á Suður og Vesturlandi. Ég fann kort á netinu...svona ef einhverjir væri ekki klárir á blesgæsarsvæðinu og eins útliti gæsarinnar, en erfitt getur verið að þekkja unga blesgæs frá grágæs á flugi, en ungar blesgæsir eru yfirleitt á flugi með eldri blesgæsum.

Blesukort3

Veiðimenn verða að hafa varann á sér á svæðinunum sem eru merkt rauð á kortinu.


mbl.is Áhyggjur af blesgæs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Birgisson

Til lukku með fengsælan húsbónda.  Spurning að þú skellir þér með í skurðinn á næsta ári.  Þetta er bara gaman.

Árni Birgisson, 30.9.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk frændi, mér er mjög minnisstæð flugslysaæfingin á Hornafirði.. og þið strákarnir með hugann við veiðar og mættuð til æfingar með byssur .... lang flottastir.

Já ég verð að fara að koma mér í felulitina.. og demba mér í skurðinn. Á tvær haglabyssur persónulega og prívat svo ekki vantar mig vopnin ..... en þetta er eins og með golfsettið, trönurnar og stigaskólna...vantar bara fleiri tíma í sólarhringinn .

Herdís Sigurjónsdóttir, 1.10.2007 kl. 15:26

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þetta er svo gaman

Einar Bragi Bragason., 1.10.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband