Stjörnumyndir fyrir gæsaskytturnar á Sigló

Sædís Erla að skrifa

Ég mátti til með að setja inn eina góða stjörnumynd fyrir gæsaskytturnar á Sigló. Hún er af fröken Sædísi Erlu sem er þriggja ára og 364 daga gömul......en segist samt verða fimm ára á morgun.

Hún kom nefnilega til mín áðan og sagðist vera búin að skrifa ...hún var þá búin að skrifa B fyrir ömmu Binnu, S fyrir sig og Sturlu, H fyrir mömmu. Svo þegar ég kom skrifaði hún E fyrri pabba, en Á-ið vafðist eitthvað fyrir henni.... en það kom allt saman. 

Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir sem stjarnan tók á mömmumyndavél... verulega efnileg Wink.

Af hestinum og dúkkunni

hesturinn og dúkkan

Af nýju inniskónum sem hún fékk frá Birnu Maríu frænku

nýju inniskórnir

Af mömmu

mynd af mömmu

Af sjálfum Mosfellingi

Mosfellingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ elsku hálfnafna og takk fyrir allar góðar kveðjur í rúmlegunni. Nú er ég með tölvu sonarins í láni, fæ mína á morgun, hún er bara í bið í viðgerðinni svo hún fer bara aftur seinna, ferlegt að geta ekki lesið bloggið í rúminu. Allavegana mín að komast á stjá.  Knús til ykkar og afmæliskveðja á snúlluna.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 19:18

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk vinkona.....farðu nú vel með þig, kveðja til ykkar allra.

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.10.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband