Fyrsti vetrardagur

mealImage

íslensk kjötsúpa í kvöldmatinn, í tilefni dagsins. 

Það var svona hálf sjokkerandi að fara út í morgun og sjá Úlfarsfellið grátt, en svo fattaði ég að það er víst kominn vetur. Ég vona í það minnsta að þessari rigningu fari að linna.

Síðasta vika var frekar pökkuð og mikið um hlaup milli staða.

þingmenn og bæjarfulltrúar

Við fengum þingmenn kjördæmisins í heimsókn í Mosfellsbæinn á mánudaginn og var það fínn fundur. Það var ljúft að þurfa ekki að ítreka eitt árið enn að Mosfellsbær sé ört stækkandi bæjarfélag sem þarf bæði hjúkrunarheimili og framhaldsskóla. Ástæðan einföld. Framhaldsskóli og hjúkrunarheimili komin á fjárlög og verða innan fárra ára komin í gagnið í Mosfellsbæ.

Dómnefnd Krikaskóla fékk hópana á seinni fundinn í vikunni. Skiladagur tillagna er 8. nóvember og mun dómnefnd þá bretta upp ermar og velja þá tillögu sem við teljum besta fyrir Mosfellsbæ.

Verkefnastjórn LNV (langtímaviðbrögð við náttúruhamförum)á fundaði með sveitarstjórnarmönnum í vikunni og var til umfjöllunar afrakstur verkefnavinnunnar. Ég kynnti greiningarvinnuna mína og Sólveig og Ásthildur það sem unnið hefur verið úr fundum og viðtölum með hinum ýmsu aðilum. Þetta var góður fundur sem sýndi að vinnan er á hárréttri leið og eru forréttindi að fá að vinna að þessu verkefni og ekki síst vegna þess að þessi vinna var ástæða þess að ég fór að huga að meistaranáminu, sem ég er nú hálfnuð í.  Sú greiningarvinna sem ég vann fyrir LNV á löngu og sjóðum er lúta að uppbyggingu og endurreisn samfélag er fyrri hluti meistaraverkefnisins, en nú er ég að vinna að seinni hlutanum sem fjallar eingöngu um viðbúnað sveitarfélaga í almannavörnum.

Í gær var aðalfundur SSH eða Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haldinn í Kjósinni. Ekki var mikill tími til umræðu því á þeim hálfa degi sem fundurinn tók voru haldnir ársfundir, Sorpu, Slökkviliðsins og Strætó, en það er alltaf gagnlegt að hitta aðra sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu.

Nú ætla ég að fara að pakka niður. Er að fara í vinnuferð til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Það er svo þétt dagskrá að ég á ekki von á að hafa tækifæri til að læra mikið, sem er visst áhyggjuefni og klárlega verður eeeeekkert verslað í þessari ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

About time, þvílíkt sem ég var farin að sakna þín mín kæra. Þú bara á hraðferð um hnöttinn, gangi þér vel í ferðinni og bið alveg sérstaklega fyrir kveðju á hann Karl Jóhann (þú veist aðalgatan í Oslo) ég labbaði hana mikið hér á árum áður. Þú ert nú alltaf efst á blaði hjá mér svo ég fylgist vel með þér ef þú bloggar.  Góða ferð og allt það og komdu heil heim.  

                            Girly Girl 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Kjötsúpan klikkar ekki, er að vísu sjálf með pírí pírí kjúkling.  Góða ferð og góða heimkomu.

Vilborg Traustadóttir, 27.10.2007 kl. 19:29

3 identicon

Mikið var að mín bloggaði á ný, var farin að sakna þín.

Takið frá laugardaginn 1.des..............spurning um mat með Helgu Maríu og fl.

knús, knús

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband