Músíkþerapía

Ég fór á stjórnarfund hjá Eir og svo fulltrúaráðsfund sem haldinn var að honum loknum. Á fulltrúaráðsfundinn kom Kristín Björnsdóttir músíkþerapisti og hélt hún líflegan og skemmtilegan fyrirlestur um músíkþerapíu. Ég hélt að ég vissi svona nokk um hvað málið snérist, en fljótlega komst ég að því að kannski vissi ég lítið sem ekki neitt um málið. 

Þarna fékk ég innsýn í þessa meðferð sem myndi klárlega flokkast undir aðra þjónustu í drögum að nýrri stofnskrá Eirar, eins og Kristín sagði. En nokkur umræða var um nýja grein í stofnskrá um hlutverk stofnunarinnar, að auk þess að byggja hjúkrunarheimili og reka og veita öldruðum umönnun og hjúkruna yrði bætt við að veita öldruðum líka aðra þjónustu, og því í raun aðeins verið að aðlaga stofnskrána að því sem verið er að gera í dag. En aftur að músíkþerapíunni sem á hug minn allan, þessa stundina. Ég hélt að í músíkþerapíu fælist að spila tónlist og syngja saman og dansa, en það er ekki svo. Um er að ræða markvissa örvun, sem hefur gefist vel í starfi með öldruðum og sérstaklega með minnissjúkum. Notuð eru hljóðfæri til að skapa tónlist og virkja fólk og styrkja. Mikið er lagt upp úr félagslega þættinum og að rjúfa félagslega einangrun, enda ef maður hugsar um það þá er augljóst að maður fær meira út úr því ef maður er einmanna, að vera með hóp af fólki sem hefur gaman saman, en maður setti geisladisk í tækið og hlustaði á einn og yfirgefinn.

Það var fróðlegt að hlusta á frásögn af verkefni sem gengur út á því að nota tónlist til að tengja kynslóðir. Þetta verkefni er unnið á jafnréttisgrunni og felst í söng og sögustundum og samvinnu kynslóðanna, báðum kynslóðum til hagsbóta. Best þótti mér sagan af litla stubbnum sem varð að orði að hann hefði aldrei séð SVONA gaman mann, enda margar ömmu og afar nú í ræktinni, með litað hár og strípur og því sjaldgæfara að sjá orginal grátt hár og andlitskrumpur Wink.

Músíkþerapía er dæmi um það hvernig hægt er að nota tónlist til að viðhalda færni einstaklinganna og er klárt að með því er hægt að auka lífsgæði. Það verður gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu en ljóst er að þetta yrði góð viðbót við það faglega og metnaðarfulla starf sem unnið er af starfsmönnum Eirar í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ. Gaman að sjá í hornið á þér, er að gera mig klára í djamm með Dabba, heyrumst.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 18:26

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

  Gott mál og ábyggilega gaman að fylgjast með fyrirlestrinum.

Vilborg Traustadóttir, 9.11.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Félagsleg einangrun og einmanaleiki er oft fylgifiskur öldrunar. Rannsóknir sýna að hreyfing og aukin samskipti draga verulega úr lyfjanotkun. Viss um að músikþerapía nýtist með öðru kryddi til að auka lífsfyllingu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.11.2007 kl. 22:09

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þetta hefur verið umhugsunarvert

Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband