Trílogía í Mosfellsbænum

Ásdís Magnea við myndina old vs. new

Það var stolt mamma sem gekk inn á sýninguna Trílógíu í listasal Mosfellsbæjar í dag. Þetta er nemendasýning Varmárskóla og Lágafellsskóla og var hún opnuð í dag að viðstöddu margmenni. Sýningin er afrakstur mikillar vinnu grunnskólanna síðastliðin þrjú ár, en hafa þeir verið þátttakendur í mjög spennandi grafíklistaverkefni í samvinnu við Billedskolen í Kaupmannahöfn. 

Nafn sýningarinnar Trílógía stendur fyrir þau þrjú árþúsund í sögunni sem verkefnin túlka. En var það biblían, Landnám í Mosfellsbær og svo Arkitektúr í borginni okkar. En í haust voru nokkrir áhugasamir listakrakkar og Ásdís þar á meðal sem fengu að helga listinni heila skólaviku. Þau fóru um borg og bý og unnu verkefnið "Arkitektúrhöfuðborgin okkar". Ásdís naut vikunnar í botn og skissaði og mannlíf og byggingar og síðan hófst grafík vinnan og lokaútkoman voru glæsilegar grafíkmyndir.

Ásdís Magnea og Kristín frænka

Amma Binna, Birna María, Sturla og Sædís Erla komu við opnun sýningarinnar, sem sjálfur bæjarstjórinn opnaði. Svo kom Kristín frænka frá Grindavík ,en þá var listamaðurinn farinn í smink í leikhúsinu, en hún var að fara að sýna í "allt í plati"og rétt náði að skella á sig kanínufésinu áður en sýningin hófst. En blómin fékk hún samt frá frænku. Svo fórum við systur saman í besta bakarí í heimi, eða Mosfellsbakarí og sukkuðum svolítið og nutum þess að vera saman.

c_users_herdis_pictures_november2007_img_5921.jpg

Það er ljóst að í hópnum eru margir ungir upprennandi listamenn, sem er vel við hæfi í listabænum Mosfellsbæ. Ég veit að þær listakonur og kennarar Inger, Arna Björk, Hólmfríður Vala og Elísabet hafa lagt mikið á sig til að koma þessu öllu saman. Ég sá líka hvað þær voru stoltar af "ungunum sínum" og er þetta dýrmætt fyrir Mosfellsbæ og skólastarfið og geta þær svo sannarlega verið stoltar af þessu starfi. Sýningin Trílógía verður opin til 24. nóvember og hvet ég alla sem komast til að skoða myndirnar, þær eru frábærar og er þegar farið bjóða í og meira að segja komið tilboð frá Danmörku um að sýna myndirnar þar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Æðislegt, ég heyrði einmitt í Kristínu á leiðinni....eða frá Grindavíkurafleggjaranum í Hafnarfjörð.  Til hamingju með þetta!  Ásdís Magnea greinilega á réttri braut,  flott.

Vilborg Traustadóttir, 10.11.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég þarf að renna í sveitina til að kíkja á þetta. 

Marinó Már Marinósson, 12.11.2007 kl. 22:10

3 identicon

Duglegust.....eins og mamma sín  knús og er farin að sakna þín :(

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir kveðjuna elsku vinkona. Vona að allt gangi vel í skólanum efa það reyndar ekki, ég veit að þú ert hörkustelpa.  Hafðu það sem allra best vina mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 00:30

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Marinó þú kemur nú og lítur á vinkonu þínaí leiðinni eða a.m.k. hittir mig í bakaríinu.

Herdís Sigurjónsdóttir, 20.11.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband