Ekki mín börn

Ég trúi því nú tæplega að einhver sendi barnið sitt veikt í skólann. Ekki eru það ný vísindi fyrir mér að mikið sé um pestir á leikskólum. Ætli börnin séu ekki bara yngri á leikskólum í dag og því sé þetta meira áberandi en áður. En annars er annar hver maður veikur í dag, en ekki bara í skólunum.

Það hefur nú verið samið um að börnin fá að vera inni eftir veikindi bæði í leik- og grunnskóla, en annars er maður heima með barnið sitt. Nú erum við mæðgur t.d. heima í rólegheitum. Hún er búin að vera veik frá því síðasta miðvikudag og er enn fárveik, en fékk hún veirusýkingu ofan í streptococcasýkingu, en er nú komin á lyf og því verður hún örugglega komin á leikskólann eftir helgina.


mbl.is Veik börn send í leikskólann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband