Samábyrgð æfð í Skógarhlíðinni

 Ég gat nú ekki annað en brosað þegar ég áttaði mig á því að dagur var að kvöldi kominn áður en ég áttaði mig á að þetta var Æfingardagurinn, dagurinn sem æfa átti viðbrögð vegna heimsfaraldurs Inflúensu. Ég sá nefnilega frétt á mbl þar sem fjallað var um æfinguna og þessa fínu mynd af Rögnvaldi, Jóni Bjartmarz og Haraldi sóttvarnalækni. Máið er að ég var nefnilega búin að vinna að áætlunargerð með félögum mínum hjá almannavarnadeildinni og fleirum mánuðum saman þegar ég vann hjá Rauða krossinum og því merkilegt að maður hafi ekki verið betur áttaður en raun bar vitni.

Það er ótrúlega raunverulegt að taka þátt í svona æfingu og ég tala nú ekki um þegar spiluðu eru fréttaskot og heimasíðu haldið úti um atburðinn sem á að vera í gangi.  Þetta er mikið átaksverkefni og eru ótrúlega margir sem verða að spila saman í bakskipulaginu til að láta hlutina rúlla, svo ekki sé talað um alla viðbragðsaðilana sem eru að æfa sín verkefni og samvinnu við samstarfsaðila. Það hefur vonandi ýmislegt komið í ljós í þessari stjórnstöðvaræfingu sem hægt er að bæta úr, annars væri æfingin alveg handónýt og held ég bara að ég verði að kíkja í kaffi í Skógarhlíðina við tækifæri til að fá skýrslu.

Til hamingju með æfinguna Víðir og Co.


mbl.is Vel heppnaðri æfingu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já Herdís mín,  þú mátt nú vera stolt af þínum þætti í þessu verkefni.  Mikill vinna og undirbúningur til að svona gangi upp.  Þau voru bara að smakka nýbakaða köku í dag. 

Marinó Már Marinósson, 10.12.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  Gaman að þetta skildi ganga svona vel. TIl lukku með það.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 18:17

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/

skoðið USA í stuði

Einar Bragi Bragason., 12.12.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband