Nýjustu færslur
- Minningargrein um Rúnu vinkonu
- Meirihlutasamstarf VG og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ
- Akureyrarveikin, ME eða síþreyta
- Þegar ME (Síþreyta) var ímyndunarveiki
- Akureyrarveikin sem sló marga út um miðja síðustu öld
- Svínaflensusýkingin sem olli Akureyarveikinni eða ME/CFS (Mya...
- Lærdómsskýrsla um flóð á Vestfjörðum í febrúar 2015
- 2014 annáll Rituhöfðafjölskyldunnar á fjögur í Mosfellsbæ
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2021
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Styrkjum björgunarsveitirnar
29.12.2007 | 18:06
Búið er að fara eina ferð til að kaupa flugelda af björgunarsveitinni okkar hérna í Mosfellsbænum Kyndli sem selur hér hjá okkur í vesturbænum, í Nóatúnshúsinu gamla og svo í þeirra eigin húsi uppi á melum. Úrvalið er gott eins og alltaf og verðum við örugglega komin með ágætis safn fyrir áramótin. Við kaupum alltaf af björgunarsveitunum og er það okkar styrkur til sveitanna og náttúrulega okkar ánægja í leiðinni. Það eru alltaf rifjaðar upp þrjár slysasögur um áramótin. Þegar afi sá slysið á Siglufirði og ungi maðurinn dó eftir sprengjusmíðar. Þegar jókerblysið sprakk í höndunum á mér á Sauðanesi og þegar þyrlan flæktist í hárinu á Ásdísi Magneu og við eyddum aldamótunum á slysó.
En ég hvet ykkur til að styrkja björgunarsveitirnar og kaupa af þeim flugelda ef þið ætlið að gera slíkt, líkt og við Rituhöfðaliðið gerum, enda treystum við á það að verða bjargað ef við lendum í vandræðum uppi á fjöllum eða í vondum veðrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- morgunbladid
- erlendurorn
- stebbifr
- ktomm
- einarvill
- aslaugfridriks
- mojo
- marinomm
- kliddi
- gummimagg
- ekg
- nhelgason
- siggith
- jon
- mortenl
- astamoller
- kristjan9
- thoraasg
- johannesbaldur
- bryndisharalds
- nonniblogg
- jorunnfrimannsdottir
- olofnordal
- armannkr
- ragnheidurrikhardsdottir
- sirryusa
- kristinhrefna
- thorbjorghelga
- sigurdurkari
- omarjonsson
- birgir
- vild
- harharaldsson
- doggpals
- esv
- erlaosk
- stefangisla
- bjarkey
- imba
- jahernamig
- ksig58
- reykjaskoli
- ketilas08
- arnibirgisson
- andrea
- gummibraga
- jensgud
- jonaa
- gurrihar
- chinagirl
- bylgjahaf
- grazyna
- helgatho
- bryndisfridgeirs
- ea
- kolbrunb
- she
- borgar
- gudni-is
- skytta
- duddi-bondi
- heimssyn
- ellyarmanns
- hannesgi
- joninaben
- eyjapeyji
- gudfinna
- grimurgisla
- maggaelin
- krummasnill
- dalkvist
- 8agust
- helgahaarde
- kristinmaria
- ringarinn
- thelmaasdisar
- malacai
- saxi
- jax
- arniarna
- dullur
- hlynur
- paul
- sigmarg
- andriheidar
- gutti
- birkire
- drum
- jonmagnusson
- bingi
- golli
- photo
- olavia
- stefaniasig
- saethorhelgi
- gbo
- rungis
- hvala
- siggisig
- jonthorolafsson
- fjola
- godsamskipti
- hjaltisig
- gudbjorng
- icejedi
- neytendatalsmadur
- stjornun
- audbergur
- iceland
- villidenni
- vakafls
- handtoskuserian
- hrafnaspark
- sjalfstaedi
- konur
- alheimurinn
- vefritid
- urkir
- kosningar
- brandarar
- gattin
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Tek undir þetta heilshugar og hvet alla til þess sama. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 21:21
Halló og gleðilega rest :) Hefði verið til í hákalastöppu á Laugarvegi 15 eða laufabrauðsgerð á 14 og makkintos sem kom af 15 (eitthvða sem maður fékk bara á jólunum og þá frá einhverjum sem var á sjó ummm ..) . Gamlir og góðir tímar þar.En ekki til í að hafa þig með hendina vafða í grisju eftir þetta blessaða blys. En það var og er víti til varnaðar og notað hér um áramót .Vitið þið að svona drasl sprakk í hendinni á Herdísi einu sinni og ...........!!!!!!En þó það sé aðeins dýrara að kaupa af hjálpasveitinni sinni þá borgar það sig því maður veit aldrei hvernar þeir koma manni sjálfum til bjaragr það er mottóið hér á mínum bæ . En þetta með að hittast á nýju ári .Spurning með stimpil í næstu kort eða framkvæmd,mæli með framkvæmd.En það væri mjög gaman að vita næst þegra Jóhann verður á landinu aldrei að vita nema maður renni og hitti hann það er orðiða svo déé.. langt síðan maður hitti hann.
Eða hvernig væri fjölsk,mót af 14 og 15 á Sigló .O.. ég væri til einhverntíman þegar Jóhann er heima.Og ekki sorgarstund heldur bara okkar. Stefnum á það :) En biðjum að heilsa öllum og góðar óskir um gæfu á nýja árinu. Guðný og börn
Guðný Gunnl (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 21:38
já hálfnafna árið 2008 verður ÁRIÐ.
Takk elsku Guðný mín mikið eigum við stelpurnar nú margar minningar frá Laugarveginum. Ég man til dæmis eftir bananakassanum á 14 úr Eyrarbúiðinni .... ummm og hvað pabbi þinn var duglegur að lesa fyrir okkur textann á myndunum sem við horfðum á, ekkert textað í denn svo maður tali nú ekki um laufabrauðsgerð á 14 eða sláturgerð á 15. Ég ætlaði loksins að fara til mömmu þinnar nú um jólin en veiktist og var með hita frá aðfangadegi og er enn að reyna að ná mér hér í Mosó og því sá mig enginn utan 15 eftir aðfangadag.
Mér lýst vel á stimplakerfi ... er svo mikil keppnismanneskja að ég ætti nú ekki annað eftir en að klikka á því. En vinkona í alvöru þá er ég bara heppin að eiga svona góða og trausta vini sem gefast ekki upp á mér þegar ég er yfir haus... en það verður breyting á árinu fjölskyldu/vina árinu mikla 2008, við förum í brúðkaup í Seattle, en Sarah er að fara að gifta sig í júní, svo langar okkur til að hitta nýfundna frændur og frænkur í Kanada í leiðinni til Ameríku. Svo ætti ég nú að hafa tækifæri til að hitta þig því við komum lá pollamót á Akureyri í júlí og bloggvinamót á Fiskideginum mikla á Dalvík í ágúst þannig að ég tel víst að ég verði komin með nokkra stimpla eftir árið ..
Það væri æðislega gaman ef við 14 + 15 gætum hist. Ég veit ekki hvort Jóhann kemur í sumar en pabbi verður áttræður í september og verður þá eitthvað brallað.
Herdís Sigurjónsdóttir, 29.12.2007 kl. 22:00
Sept: jamm veit við eigum 7 sept þá eru 80 ár frá því að okkar pabbi fæddist og ykkar 8 sept ef ég man rétt.
En já það er margt sem mætti ræða td,Grái langi og rörið þar ,ferðir í prammana og aðfall þegar við vorum þar eða öskuhauga ferðir svo ekki sé talað um ógleymanlegar ferðir í Fljótin til Trýnu og svo mætti legngi telja .... við eru einmitt að fara til Ólafsfjarðar en Gulli (Haraldar )var að eignast barn og það á að skíra dömuna á gamlársdag.
Og já það ætti nú ekki að vera erfitt að hitta okkur þegar pollamótið er því við búum við hliðina á vellinum sem það er haldið. :) Knús frá AK
Guðný Gunnl (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 23:57
Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða... bæði Jóhann og Haraldur gamlir afar .. kveðja til Ólafsfjarðar.
Herdís Sigurjónsdóttir, 30.12.2007 kl. 10:02
Gaman að lesa hjá ykkur á 14 og 15. Þá kemur bara spurningin með 16. Hvort hann kemur ekki sterkur inn í þetta? ;-)
Vilborg Traustadóttir, 30.12.2007 kl. 10:50
Vilborg mín þú varst nú svo stór partur af 15 þangað til þú fluttir á 16 að þetta er spurning um hvort þú telst ekki 15 og hálft ..
Herdís Sigurjónsdóttir, 30.12.2007 kl. 12:37
Sjáumst þá á fiskidaginn mikla. Síðustu tvö ár hefur verið fiskisúpa hjá okkur á föstudagskvöldinu og reikna ég frekar með að svo verði líka næst.
Sjáumst í fiskisúpu
Valgerður
Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.