Kosningasjónvarp í US of A og Elli í aðgerð

Já ég sit hér og horfi á kosningasjónvarpið. Spennandi að sjá hvernig fer og er ljóst að það eru mörg munstur í gangi, enda mörg ólík fylki. Ég ætla ekki að spá neinum sigri, en mig dreymdi samt Clinton grátandi og Obama sigurvegara...  en kannski voru þetta bara gleðitár hjá Hillary.

Mér líður samt ekkert sérstaklega vel því hann Elli minn var að fara í aðgerð þegar ég lenti hér í Boston. Hann var svo óheppinn karlinn. Hann fór nefnilega til tannlæknis í dag sem væri ekki fásögu færandi nema þegar tannlæknirinn fór síðasta pússið missti hann skífuna í tunguna á Ella og í gegn og saumaði svo 10 spor í tunguna. Elli var enn dofinn þegar ég fór út á völl og svo þegar ég var að fara í loftið í Keflavík var Elli á leið á slysó. Nú ég flaug svo yfir hafið og þegar ég lenti var Elli á leið í aðgerð til að stöðva blæðinguna. 

Hálf glatað að vera hér og því eins gott að dreifa huganum með því að skella sér á bloggið og horfa á kosningasjónvarpið.


mbl.is Obama sigraði í Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ha, hvers lags tannlæknir er þetta? Er hann Amerískur? (hef ekki góða reynslu af amerískum tannlæknum)

Ólafur Þórðarson, 6.2.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Nei ekki aldeilis, hann Elli minn var í aðgerð á Íslandi .

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.2.2008 kl. 02:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ god, hræðilegt, auminga Elli. Vona bara að þeir geti lagað þetta almennilega hjá honum.  Þú verður að lofa okkur að vita hvernig gengur hjá honum, þvílíkt og annað eins.   þú verður ekki hálf manneskja þarna úti, en ég vona samt að það gangi nú vel hjá þér mín kæra.  Knús til þín og Ella líka auðvitað. Elsku strákurinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband