Stóra systir mín er fimmtug í dag
7.2.2008 | 02:12
Elsku hjartans Stóra. Til hamingju með daginn .
Mikið óskaplega er nú gaman að sitja hér ein og skemmta sér yfir öllu sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til samskipti okkar frá því að ég man eftir mér.
Þegar ég var síli og þú stóra systir (alveg heilum 7 árum eldr og svo miklu stærrii) ég get alveg ímyndað mér að þú hafir ekki nennt að druslast mikið með mig. Ég man samt eftir því þegar ég var svona 4 eða 5 og við hoppuðum niður af bakkanum hjá Önnu Vignis og ég tognaði á báðum. Í minningunni var það ekkert mál, en það sem ég man vaf þegar þú keyrðir mig í barnavagni um allan bæ með hrafninn. Þegar við kúrðum saman og svo margt margt fleira því tengt.
Svo man ég eftir nokkur þúsund minningum með þér og Vilborgu. Þið voruð svo (og eruð náttúrulega enn) laaaaaaaaaaaang flottastar. Alltaf eitthvað að sprella og djamma og fékk ég ótrúlega oft að fylgja með út á Sauðarnes eða á rúntinn og stóð mig nú vel í því að segja þér til á Mercury Cometnum í snjókomunni fyrir framan Sigló síld og þú bakkaðir á . Svo má nú ekki gleyma þegar við vorum að fara með Vilborgu... nei alveg rétt, það má ekki segja fjalladrottning kær .
Hundavinurinn hann Doddi, giftingin á Siglufirði, viðbeinsbrotið hans Dodda, Stapasíðan á Akureyri, vikan sem ég kom og hjálpaði með tvíburana,, Mosfellsbær og allar góðu stundirnar í Grindó, fallega ræðan þín í afmælinu mínu, flottu strákarnir þínir allir gormarnir ykkar Dodda og hundarnir. Öll fyrirtækin ykkar og dugnaðurinn og nú síðast með Salthúsið. Ég held samt að besta stundin hafi verið þegar við fórum á Strandirnar síðasta sumar kæra systir... alveg yndisleg ferð sem verður endurtekin.
Elsku hjartans Stóra systir enn og aftur til hamingju með daginn.
Knús og afmæliskossar frá Litlu í New Orleans.
Kristín stóra systir mín á Ströndunum
Systkinin á Laugarvegi 15 og makar
Strákarnir þeirra Kristínar og Dodda
Kristín súperfrænka með Ásdísi Magneu
Kristín flottust á Laugarveginum..
Kristín litla nafna með ömmu og afa
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.