Afmælisveislan breyttist í brúðkaupsveislu

Við Elli vorum boðin í fertugsafmælisveislu til Tedda félaga okkar í gær. Hann varð fertugur fyrir viku síðan og ætlaði sko heldur betur að halda upp á afmælið með stæl. Nú þegar við komum voru þau Mæja í hátíðarskapi og kom á daginn að þau höfðu líka gift sig og því var þetta í raun líka brúðkaupsveisla þeirra hjónakorna. Þau létu engan vita af þessu nema krakkana og örfáa í kring. Þau buðu stórfjölskyldunni í kvöldmat fyrir afmælisveisluna sem átti að hefjast um átta. Þegar allir voru komnir um sex mætti prestur á svæðið og söngkvartett og hjónakornin voru gefin saman, loksins sögðu margir eftir að hafa verið saman í 18 ár og eignast þrjú yndisleg börn sem spiluðu stórt hlutverk í athöfninni.

Veislan var frábær í alla staði. Fjöldinn allur af fólki, hluti af lögregluliði höfuðborgarsvæðisins sem vinnur með þeim hjónum, fjölskyldan, sjálfstæðismenn úr Mosó, rauðvínsklúbburinn hennar Maju, golfarar og aðrir vinir þeirra hjóna. Það voru haldnar skemmtilegar ræður um afmælisbarnið og þau hjóna og gítar og lögreglusöngur. Hann Teddi söng Efemíu til Maju sinnar á yndislegan hátt og spurði ég hann nú eftir það hvað væri eiginlega með Efemínu og löggur, því Hann Helgi minn söng þetta fyrir Lindu sína þegar hún varð fertug. Við sjálfstæðismenn sungum svo hraðsoðnar vísur fyrir Tedda, sem ég henti niður á blað rétt fyrir veisluna og höfðum bara gaman að því að mæra félaga okkar sem er eins og kom í ljós þegar ég gerði á honum persónuleikaprófið um árið... geirfugl! Enda margbreytilegur og skemmtilegur persónuleiki hann Teddi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra þetta með Efemínu, enda gullfallegt lag. Gott hjá þeim að gera þetta með þessum stæl, flott framtak!

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega hefur þetta verið gaman. Alltaf gaman að láta koma sér á óvart.  Eigðu góða viku elsku Herdís. 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gaman að sjá þig blogga á ný. Skemmtileg upplifun að fara í afmæli og lenda í brúðkaupi í leiðinni!!! Knús...

Vilborg Traustadóttir, 21.4.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband