Sumarfjöriđ á Laugarveginum
24.4.2008 | 10:40
Gleđilegt sumar og takk fyrir veturinn, sem hefur veriđ harđari en mörg undanfarin ár. En nú er vor í lofti og fuglarnir syngja. Ţađ er merkilegt ađ ţegar ég heyri fuglasönginn á vorin ţá leitar hugurinn alltaf heim á Siglufjörđ, á Laugarveginn.
Ég er fćdd og uppalin á Laugarvegi 15 á Siglufirđi og búa foreldar mínir enn í sama húsinu og fer ég oft heim. Ţegar ég var krakki var mikiđ líf og fjör í Suđurbćnum,enda fjöldinn allur af krökkum í hverju húsi en ţó flestir á eina fjölskyldu á númer 16. Mér varđ hugsađ til ţessa ţegar ég las minningargrein um hana Lilju Jóels áđan. Ég fór viđ minningarathöfnina á Akranesi um daginn, enda ţótti mér vćnt um hana Lilju sem var magnađur persónuleiki og kraftmikil kona. Ég kannađist alveg viđ sögustundirnar sem Gréta nefndi í minningargreininni. Sögustundum á tröppunum í góđu sumarveđri. Lilja á inniskóm og eldhússlopp međ hóp af krökkum sem röđuđu sér í tröppurnar og hlustuđu af áhuga á lifandi sögur hennar. Hún var mjög skipulögđ og vildi hafa allt í röđ og reglu og vildi alls ekki hafa ţađ ađ viđ krakkagrísirnir vćrum ađ rusla til í stofunni, en var samt svo ótrúlega umburđarlynd gagnvart okkur varđandi flest. Hún átti stórt jarđaberjabeđ fyrir sunnan húsiđ sem freistađi margra krakka. En á uppskerutíma gaf hún okkur krökkunum jarđaber á tröppunum og var ţađ örugglega útpćlt trix hjá henni ţví fyrir vikiđ vorum viđ eins og lítiđ heimavarnaliđ ađ passa berin fyrir rányrkju villinganna á međan berin voru ađ ţroskast .
Ég man mjög vel eftir ţví ţegar ég fékk ađ vera hjá ţeim um tíma. Mamma hefur trúlega veriđ í siglingu međ pabba eđa eitthvađ svoleiđis, en a.m.k. var ég alsćl yfir ţví ađ fá ađ vera hjá Jónínu Hafdísi vinkonu minni á númer 16. Ég man svo vel eftir morgunmatnum viđ eldhúsborđiđ, haframjöli međ kakói og sykri og lýsi. Lýsiđ tóku allir og punktur og tók ţađ eins og allir hinir og sá lítinn tilgang međ ţví ţá, en Lilja vissi betur. Ţađ er mér líka mjög minnisstćtt ríkisherbergiđ í kjallaranum, herbergiđ međ öllum gögnum sem ekki mátti sjá. Ég hef alltaf veriđ áhugasöm um gamla hluti og grúsk og ţótti mér ţessi leynd sem hvíldi yfir herberginu í meira lagi merkileg. En trúlega hafa ţetta veriđ ósköp ómerkileg bókhaldsgögn ríkisverksmiđjanna, en á ţessum tíma var ţetta leyniherbergi, enda var ég búin ađ lesa allar ćvintýrabćkurnar spjaldanna á milli.
Ţađ var alveg yndislegt ađ hitta alla krakkana á 16 viđ minningarathöfnina um Lilju á Akranesi um daginn. Ţađ komu líka margir af krakkastóđinu, vinum ţeirra á 16 og ţótti Kristínu systur hrćđilegt ađ komast ekki til ađ kveđja Lilju og eins Jóhanni bróđur sem býr í Ameríku og mömmu og pabba. En ég hittin nokkra góđa grannar, eins og Ingu Sjöfn og Möggu og Fredda á 14 og margir fleiri og var gaman ađ hitta alla.
Ţegar mađur sest niđur og fer yfir ţessi ár á Laugarveginum streyma fram minningar um atburđi sem svo sannarlega hafa mótađ mann og gert mann ađ ţeirri manneskju sem mađur er í dag. Minningar um tíma ţegar Gvendur í bćnum gerđi viđ hjólin okkar á vorin og Gústi guđsmađur predikađi á torginu. Tíma og viđ krakkarnir lékum okkur á ónýtum síldarbryggjum, Gráa langa og átum Coco Puffs úr Versló sem viđ fundum á öskuhaugunum. Ţá tók allt samfélagiđ einlćgan ţátt í sorg og gleđi hvors annars. Ţvílíkir tímar!
Hún Guđný Gull vinkona mín á Akureyri (á númer 14) kom međ ţá hugmynd í vetur ađ ţađ vćri gaman ađ hóa saman "krökkum" á Laugarveginum og hinu krakkastóđinu. Krökkunum sem voru eins og heimalingar hjá hvoru öđru milli ţess sem viđ lékum okkur á stórhćttulegum "leikvöllum". Mikiđ vćri ţađ nú gaman. Hver veit nema mađur láti slag standa ţegar skólinn er frá og hói saman liđinu. Ţađ vćri hćgt ađ skella sér í "fallin spýta" eđa "eina krónu" međ afkomenunum og halda svo eina góđa sögustund ađ hćtti Lilju á Laugarveginum.
Vor í lofti | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.