Stolt mamma og svarið um vatnsfallsvirkjanir

Ég verð nú bara að segja að ég var ekkert smá ánægð með hana Ásdísi mína þegar hún sýndi uppkastið af því sem hún skrifaði um í ritun, á samræmda íslenskuprófinu.

Hún skrifaði  um fallegu náttúru okkar Íslendinga, vatnsfallsvirkjanir og náttúruauðlindir. Hún skrifaði um mikilvægi þess að endurvinna og að heima hjá henni væri allt sem hægt væri að endurnýta, endurnýtt Smile. Hún skrifaði "því hvert fer allt ruslið? Það endar í einhverjum haugum og fjöllum í náttúrunnu okkar. Ef allir myndu hugsa eins og henda öllu sem hægt er að henda væri örugglega stór partur af landinu undir rusli. Þá væri ekki hægt að drekka vatnið beint úr ánni af því að það væri mengað" Svo endar hún á að skrifa  " .....bara ef allir myndu sýna smá skynsemi og fara með blöðin og fernuranar einu sinni til tvisvar í mánuði, svo að við getum haldið okkar stolti yfir hreinni og fallegri náttúru."

Eftir að ég las þetta þá spurði ég... "Ásdís mín veist þú hvað vatnsfallsvirkjun er?"  "Já auðvita mamma, það eru virkjanir sem framleiða raforku með vatni" Shocking..... og svo hugsaði hún örugglega sitt um efasemdir mömmunnar, sem varð bara enn stoltari yfir svarinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband