Ómissandi veikin

Ég held ég hafi í alvöru trúað því að ég væri ómissandi og var örugglega nokkuð langt leidd af ómissandi veikinni þegar ég vann hjá Rauða krossinum. Hluti af því var eflaust vegna þess að ég var lengi á vinna sem verkefnisstjóri neyðarvarna og neyðaraðstoðar áður en formlegar bakvaktir voru settar á og því var ég á vakt 24/7/365. Það voru ekki ófá skiptin sem ég var í fríi úti á landi eða í útlöndum þar sem ég var að aðstoða Rauða kross deildir og starfsmenn í sólbaði eða hálf sofandi og þótti mér þetta ekkert stórmál. En svo komum við upp bakvöktum með fleiri aðilum, en neyðaraðstoðin var samt alltaf í bakhöfðinu á mér. Ég áttaði mig alls ekki á þessu fyrr en ég hætti hjá Rauða krossinum, en þá fann ég hvað það var mikill léttir. 

En aftur að ómissandi veikinni. Ég er líka mamma og eiginkona og húsmóðir og dóttir og vinkona og systir og bæjarfulltrúi og stjórnarmaður og ..... ég var búin að segja oft við hann Ella minn að lífið yrði yndislegt þegar ég kláraði skólann í vor, því þá "hefði ég allan tímann í veröldinni"  . Þá ætlaði ég að njóta þess að fara í ræktina, mála húsið, taka til í bílskúrnum, fara í garðinn og og og ...  Svo kom ég að því að ég kláraði prófin og síðustu ritgerðina og hvað gerðist! Ég svaf út í eitt og svaf meira að segja yfir mig og mætti ekki í veisluna hjá Elísabetu og Hreiðari á Hæðinni, sem var kl.20.00... en Elísabet fyrirgaf mér skrópið.  Stóru systur minni ofbauð þetta og bauð mér með sér og bestu vinkonu sinni (hinni stóru systur minni) í dekurferð til útlanda í hálfan mánuð, sem ég gerði og pantaði mér far og fer út þremur dögum seinna.

Með móral yfir því að yfirgefa skútuna og stökkva frá öllum skuldbindingum hóf ég að skoða dagskrá næstu tveggja vikna. Ég fékk nett sjokk þegar ég sá dagbókina mína og dagskrá næstu tveggja vikna. Hún var mjög þétt og er ég enn að vinna í því að afboða mig og afsaka að ég komist ekki hingað og þangað. Sem sé "allur tíminn í veröldinni" var fullbókaður Woundering. Sem segir sitt. Ég er ákveðin í því að nota tímann í dekrinu næstu tvær vikur til að skerpa aðeins á forgangsröðun minni í lífinu. Ég held að það geti kannski verið að ég hafi tekið lífsmottó mitt "að lifa lífinu lifandi" aðeins og bókstaflega. Fyrsta skrefið verður að "fara með" sjálfa sig í frí og njóta þess að ... vera bara.  

Hafið það gott elskurnar, ég er farin í frí í tvær vikur Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er rétt hjá þér.  Það er oft svo freistandi að taka vinnuna með sér heim.  En hver heldur svona út með því að vera með hugann við vinnuna í 365 daga  á ári?  

Það var nú mjög  gaman að sjá þig í gær,  enda forgangsmál hjá þér (greinilega) að mæta á þinn gamla vinnustað og athuga hvort ekki væri allt á sínum stað og starfsmennirnir líka.  

Láttu sjá þig fljótt aftur.     

Marinó Már Marinósson, 10.5.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu farin bara einn tveir og bingó?? ef þú lest þetta þá get ég stungið uppá að þú kaupir þér varalitinn í fríhöfninni, hann fæst þar, en svo get ég líka geymt einn handa þér ef þú vilt, þú ræður, en allavega rosa góða ferð og slappaðu vel og innilega af.  Beach 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 15:22

3 identicon

Góða ferð vinkon og stattu svo við það sem þú lofaðir að gera.........það er on og off takki á símanum................og eins og þú segir við erum ekki ómiissandi. Við höldum það bara of oft

kveðja

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 01:27

4 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Góða ferð Herdís,

hugsa til þín í fríinu, Það var frábært að fá þig í smá heimsókn á föstudaginn, bíður eftir þér annar bolli þegar þú kemur heim.

slappaðu af og láttu dekra við þig.

Guðrún Indriðadóttir, 11.5.2008 kl. 21:55

5 identicon

Elsku Herdís

Frábært hjá þér að fara í frí, öllum nauðsynlegt. Engin er ómissandi og það kemur alltaf maður í manns stað.  Njóttu frísins við sjáumst. 

Jónína Hafdís (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 00:56

6 identicon

Ertu þá farin, farin frá mér, hvar ertu núna, hvert liggur þín leið...... Stolið.  Njóttu. G.Fylkis

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 05:54

7 Smámynd: Karl Tómasson

Bestu kveðjur elsku Herdís.

Allt gengur vel, hlökkum til að sjá þig.

Frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 15.5.2008 kl. 23:57

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Bestu kveðjur.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.5.2008 kl. 22:28

9 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Vona að þú hafir það ROSA gott.

Og já til lukku með að vera komin í rekstrarstjórn :) vúhú.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 20.5.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband