Útskrift á UZboja

Kristín systir, Litla og Vilborg

Jæja þá eru vikurnar tvær að baki í yndislegu veðri og frábærum félagsskap á heilsuhóteli í Póllandi. Ég fór með "stóru systrum" mínum þeim sálarsystrum Kristínu systur og Vilborgu bestu vinkonu hennar, sem buðu mér korter í brottför að koma með. Þær höfðu komið hingað tvisvar áður, en vissi ég ekki beint út í hvað ég var að fara. Mér leist ekkert sérstaklega vel á fæðið svona fyrstu dagana, grænmetisréttir í öllum útgáfum, en fljótlega breyttist það og hef ég notið hverrar mínútu á þessum fallega rólega stað. Höfum við gengið mikið um nágrennið og notið náttúrunnar og kynnst fjölmörgum öðrum gestum á hótelinu sem er alltaf bónus.

En í kvöld útskrifuðumst við stelpurnar þrjár, úthvíldar, eldsprækar og ekki verra að á tímabilinu fuku samanlagt 21 kíló af okkur systrum. Erum við að pakka og komum beint í Eurovision fjörið heima á Íslandi.

Hér eru fleiri myndir frá ferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Velkomin heim Herdís.  Þú hefur nú ekki legið í leti þarna úti alla vega hefur þú styrkt fingurinn á myndartökunum  sjáumst hressar, kaffið tilbúið og á tómata handa þér þegar þú kíkir

Guðrún Indriðadóttir, 25.5.2008 kl. 09:15

2 identicon

Sæl skvís

Takk fyrir innlitið. Ég var einmitt að skoða myndirnar af ykkur "systrum" í dag. Yndislegt að geta hvílt sig svolítið í öðru umhverfi og greinilega orðið hlýrra í Póllandi en var hér þá. Horfir til betri vegar - alla vega hér fyrir norðan.

Já við erum ekki nógu duglegar að klappa okkur á öxlina - þetta er náttúrlega duglegar eins og sönnum Siglfirðingum sæmir.

Bjarkey (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband