Ofnæmið hvarf
6.6.2008 | 10:39
Já þetta er svona öðruvísi vor hjá mér. Ég hef verið mjög slæm af ofnæmi áratugum saman og sérstaklega á vorin vegna birkiofnæmis og svo annarra frjókorna yfir sumarið, svo ekki sé talað um hunda, ketti og allt hitt. En nú hef ég ekki tekið ofnæmislyf í mánuð og er alveg laus við ofnæmishausverkinn "góða" kláða og bólgur í augum og slappleikann.
Ástæðan er trúlega sú að ég fór í afeitrun á heilsuhæli í Póllandi og borðaði grænmeti og slappaði af í hálfan mánuð og gerði allt eftir bókinni. Stóra systir mín dreif mig með sér til að slappa af eftir prófin og vissi ég nákvæmlega ekkert hvað ég var að fara út í. Það kom mér því mjög á óvart að ég fann lítið fyrir ofnæmi úti og hélt að það væri eins og oft er þegar maður fer í nýtt land að maður finnur ekkert í fyrsta skiptið en svo kikkar ofnæmið inn í næsta skipti sem farið er á sama stað. En þetta hélt svo áfram þegar ég kom heim. Ég losnaði líka við mígrenið og liðverkina sem hafa truflað mig árum saman. Þetta er eiginlega of gott til að geta verið satt og hef ég ekki verið að ræða þetta mikið, því þetta er lygilegt. En er á meðan er og ef ég þarf að fara á heilsuhæli árlega til að losna við lyf og líða vel, þá geri ég það með brosi á vör.
Ég verð nú samt að viðurkenna að það er eitt sem fer í taugarnar á mér. En þegar ég tala um að ég hafi farið með stóru systrum mínum til Póllands á heilsuhæli tala allir um þarmahreinsun .... en einhverra hluta vegna er það virðist það vera það eina sem fólk talar um. En ég ákvað samt að blogga um þetta varðandi ofnæmið ef það gæti gagnast einhverjum líkt og það hefur hjálpað mér?
Það er greinilega engin lygi að við erum það sem við borðum.
Frjókornaofnæmi: Nýtt og betra lyf í þróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
til hamingju með að vera laus við ofnæmið og mígrenið passaðu þig bara á að sukka þá ekki of mikið í mataræðinu þú mannst maður er það sem maður borðar bara grænmeti enda er það svo hollt og gotttttttttbæ,bæ
Guðrún Indriðadóttir, 6.6.2008 kl. 21:34
Takk elsku Rúna mín þetta er lygilegt ... grænt og gott .. he he
Herdís Sigurjónsdóttir, 6.6.2008 kl. 22:00
Frábært að vita að þetta helst hjá þér. En ég er einhvern vegin ekki hissa. Ég losaði mig sjálf við lyf sem ég hafði m.a. vegna spasma af völdum MS sjúkdómsins og hef ekki þurft þau í bráðum tvö ár!
Gott er að hafa einn dag í viku á þessu fæði þá getur maður viðhaldið árangrinum.
Og takk fyrir samveruna.
Vilborg Traustadóttir, 7.6.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.