Hann Ólafur Örn er verkefnisstjóri almannavarna

Ég sá að hann Ólafur Örn Haraldsson var titlaður verkefnisstjóri Rauða krossins í fréttinni, en ekki sem tímabundinn ríkisstarfsmaður sem hann er. Ekki það að eitthvað sé að því að vera verkefnisstjóri Rauða krossins, ég var sjálf það sjálf árum saman, en rétt skal vera rétt.

Ólafur Örn Haraldsson var ráðinn til tímabundinna verkefna hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hann sér um rekstur þjónustumiðstöðvanna á jarðskjálftasvæðunum. En í 14. grein laga um almannavarnir er gert ráð fyrir tímabundinni stofnun og rekstri þjónustumiðstöðvar samhliða rekstri samhæfingar og stjórnstöðvar ríkislögreglustjóra. Verkefni stöðvarinnar skulu m.a. felast í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá sem hafa orðið fyrir tjóni og náttúruhamfarirnar hafa haft önnur bein áhrif á.


mbl.is Kippirnir hafa enn áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband