Leirubakki við Heklurætur

Sturla, Sædís og Ásdís

Við fjölskyldan vorum að koma úr fyrstu útilegu ársins. Leirubakki við Heklurætur var staðurinn og sjálfstæðismenn úr Mosfellsbæ voru ferðafélagarnir. Elli sló tvær flugur í einu og fór líka með Kiwanisklúbbnum sínum Mosfelli... við settum fellihýsið á milli hópanna Smile. Veðrið var frekar köflótt, vindur, kuldi, sól og hiti, rigning og haglél... en við búum nú á Íslandi og við létum veðrið ekki á okkur fá.

Hilmar og Kata að jeppast

Á leið í Landmannalaugar

Sædís og mamma

Við skelltum okkur í Landmannalaugar á laugardeginum og komumst að því að það er ekki hægt að treysta á GPS. Það gefur nefnilega líka upp gönguleiðir sem vegi, en þetta reddaðist þegar við tókum upp gamla góða vegakortið LoL... en þetta var bara gaman. Annars vorum við mest að slappa af og njóta þess að vera með góðum vinum, borða góðan mat og skemmta okkur en Öddi sem kom með gítarinn og sungum við m.a. "við Heklurætur" og fleiri góða sumarsmelli, nema hvað!  

Sturla hanging around

Sturla fór að vísu í full mikið stuð í dag að mínu mati. Hann var í golfi og sló kúluna inn á tún og ætlaði að teygja sig yfir girðinguna til að sækja kúluna... en viti menn. Það var rafmagn á girðingunni og vinurinn sæli var kominn aðeins of langt í "teygja sig yfir" og uppskar pena röð af litlum brunablöðrum á magann, en hann lifir!

Hér eru fleiri útilegumyndir / Kristinmore photos from our camping trip. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl og blessuð. Sjaldséðir hvítir hrafnar. Það er allt of lítið af þér á blogginu.  Gott að fjölskyldan átti ljúfa helgi, lentirðu í röð á heimleið?Fínar myndir. Hafðu það gott elsku hálf nafna.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Jæja mín kæra nú fer ég að koma í heimsókn. Er að vinna á Selfossi nokkrum sinnum í viku þessar vikurnar .

Herdís Sigurjónsdóttir, 29.6.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

þetta hefur nú verið fín helgi enginn er verri þó hann vökni maður kann líka betur að meta sólina þegar hún kemur eftir rigninguna

sjáumst

Guðrún Indriðadóttir, 30.6.2008 kl. 22:52

4 identicon

Herdís, mikið gladdi það mig, framsóknarmanninn, að þið sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ skilduð fara í ,,hjarta" framsóknarmennskunnar til að njóta helgarinnar.......

 Vonandi tókstu mynd af Heklu, fyrir gos!  Verður verðmæti eftir gos, hvenær svo sem það verður

kveðja úr Hafnarfirði.

Guðmundur Fylkisson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:24

5 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Herdís á ég að trúa því að þú hafir ekki komið við hjá mér !!!!   Og verandi svona í nágrenninu

Kaffið verður til þegar þið komið :)

Kveðja Hellis Þóra :)

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 12.7.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband