Mamma mikið rosalega gat ég nú verið vitlaus
4.11.2008 | 08:36
Ekki er ég hissa á því að íslensk vara seljist í meira mæli en áður, ég og mín fjölskylda göngum á "íslenskt já takk" eins og svo margir aðrir.
Þetta eru ótrúlega merkilegir tímar sem við erum að lifa á Íslandi í dag og reyni ég að sjá jákvæðu hliðar málsins. Ég er búin að tjá mig um það að tímabært hafi verið að bremsa og stend við það, en tel jafnframt að það hefði nú verið betra að vera með ABS hemlabúnað og hafa náð að hafa stjórn á bílnum í stað þess að klossbremsa og enda út af eins og við gerðum.
Ég tek eftir því hjá krökkunum, unglingunum að þau eru mörg hver að upplifa í fyrsta skipti að þurfa að hugsa um hverja krónu og höfum við foreldrarnir vissulega ýtt undir þessar ranghugmyndir með góðri hjálp samfélagsins. Átt' ekki kort syndromið (bjó þennan frasa til eftir að ung dóttir mín sagði þetta við mig þegar ég átti ekki pening) er að minnka og er nú verið að vinna í því að leiðrétta þessar ranghugmyndir barnanna um að peningar vaxi á trjánum. Ég heyrði af einni 14 ára stelpu sem hafði gengist upp í því að kaupa rándýra merkjavöru árum saman, enda ekki barn með börnum nema eiga Disel og tilheyrandi. En svo núna þegar hún fór að velta hlutunum fyrir sér í fjármálakreppunni og áttaði sig á því að lífið var ekki bara merkjavara. Þá sagði hún við mömmu sína "mamma, mikið rosalega gat ég nú verið vitlaus". greinilega Aha móment hjá henni og viska sem hún vonandi býr að út lífið.
Skortur á munaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Athugasemdir
Það mun margur læra af kreppunni og það er gott. Kveðja í Mosó
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 09:49
við lærum örugglega af þessu en hrædd er ég um að hún verði of harkaleg fyrir suma
Guðrún Indriðadóttir, 4.11.2008 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.