Ráðgjöf Hvatarkvenna
6.12.2008 | 09:23
Ég er að fara niður á Skúlagötu til að starfa með Hvatarkonum í dag.
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík býður landsmönnum upp á ókeypis ráðgjöf. Félagið hefur safnað saman fagaðilum og sérfræðingum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að leiðbeina fólki vegna ástandsins sem skapast hefur.
Fagaðilar og sérfræðingar veita ráðgjöf um:
Hópur 1 - Löglærðir einstaklingar sem veita ráðgjöf um gjaldþrotamál og skattaráðgjöf fyrir einstaklinga.
Hópur 2 - Sérfræðingar á sviði velferðamála. Hér verður leitast við að ráðleggja einstaklingum um þá félagsþjónustu sem er í boði og hvaða þjónustu sveitarfélögin bjóða upp á.
Hópur 3 - Sérfræðingar á sviði almannatrygginga, lífeyriskerfinu og heilbrigðiskerfinu almennt. Hér verður leitast við að ráðleggja einstaklingum um hvernig þessi þjónusta nýtist þeim best.
Hópur 4- Sérfræðingar í húsnæðislánum og fjármálum heimila. Hér verður leitast við að veita fólki ráðgjöf um þau mál sem snúa að skuldastöðu heimilanna s.s. vanskil, endurfjármögnun, frystingu lána o.fl.
Hópur 5- Ráðgjöf um atvinnumál (þ.e.a.s. atvinnuleysistryggingarbætur, rétt o.s.frv.)
Hópur 6 - Sérfræðingar á sviði sálrænnar ráðgjafar. Hér verður boðið upp á áfallahjálp og aðra aðstoð sem snýr að andlegri heilsu einstaklinga sem hafa orðið fyrir áfalli.
Einnig verða úrræði ríkisstjórnarinnar kynnt og hvernig almenningur getur nýtt sér þau.
Pólskumælandi og enskumælandi á svæðinu. Aðgengi fyrir fatlaða.
Nánari upplýsingar www.xd.is
Opið hús milli kl: 10-17 föstudaginn 5. og laugardaginn 6. desember á Skúlagötu 51 (gengið inn Skúlagötumegin)
Allir velkomnir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rosalega væri ég til í að komast í svona hjálparstarf, hef stundum í gegnum árin, hjálpað fólki að komast út úr vandræðum, hef oft fengið svarta ruslapoka fulla af pappír og svo leyst úr flækjunum, það er svo gefandi að hjálpa öðrum. Gangi ykkur sem allra best og takk fyrir kveðjuna hjá mér
Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.