Hamfaraárið mikla 2008

35324_rita

Árið 2008 hefur svo sannanlega verið ár hamfara. Þrátt fyrir að ársins verði trúlega minnst í sögubókum sem árs alþjóðlegra efnahagshamfara hafa afleiðingar náttúruhamafara einnig verið skelfilegar. Rúmlega 220 þúsund manns hafa látið lífið og ollu þær einnig meira fjárhagslegra tjóni. Sá sem mesta tjóninu olli var fellibylurinn Nargis sem reið yfir Búrma í maí og varð 135 þúsund manns að bana. Þá létu 70 þúsund manns líf sit í jarðskjálfta í Sichuan héraði í Kína í sama mánuði. Tilkynnt var um hvarf 18 þúsund manns og misstu 5 milljónir manna misstu heimili sín.

Það situr verulega í mér ferð sem ég fór til New Orleans í byrjun árs. Þar mátti enn sá afleiðingar þess þegar fellibylurinn Katrín reið yfir 2005, með hræðilegum afleiðingum eins og flestir muna. Það sem sló mig mest var að ekki var að sjá að endurreisn væri hafin að neinu viti og borgin enn í sárum. Yfirvöld brugðust og kom fram hjá þeim sem ég ræddi við að það sem búið var að gera við var gert af einstaklingunum sjálfum, yfirvöld voru rétt að hefjast handa þarna í upphafi árs, nærri þremur árum eftir hamfarirnar. Draugahverfi, skemmd hús, fólk í tjöldum og eymd og tekur eflaust mjög langan tíma að byggja borgina upp aftur.

Það eru nákvæmlega viðbrögð eins og í New Orleans sem þarf að fyrirbyggja og vinn ég að því með  með þeim verkefnum sem ég er að vinna að í Háskólanum og vonandi störfum í framtíðinni. Að flétta saman stjórnsýslu og umhverfismál í víðu samhengi, með áherslu á afleiðingar náttúruhamfara. 

Það kom líka bersýnilega í ljós hvað viðbrögð stjórnvalda skiptu miklu máli í Suðurlandsskjálftunum hér heima sl. sumar. Almannavarnir komu sterkar inn og sveitarfélögin sýndu og sönnuðu hvers þau voru megnug í stuðningi við þolendur. Það var ánægjulegt að vinna með starfsfólki sveitarfélaganna og einstakt að fá tækifæri til að taka þessi viðbrögð inn í meistaraverkefnið mitt, sem fjallar einmitt um stjórnsýslu sveitarfélaga og viðbrögð í kjölfar náttúruhamfara. 


mbl.is Mesta hamfaraárið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta var merkilegt ár í marga staði. Takk fyrir þennan pistil og gangi þér sem allra best í starfi og námi. Kærleikskveðja til þín hálfnafna mín og megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég hef aldrei getað skilið af hverju yfirvöld í New orleans bregðast svona illa við og gott að heyra að málin eru í góðum farvegi hér á landi...það er fátt annað sem virðist fúnkera í stjórnkerfinu á Íslandi.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.12.2008 kl. 06:51

3 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Heil og sæl Herdís, langaði að þakka þér fyrir hittingin s.l sumar og svo óska ég þér og þínum gleðilegs árs. Hafðu það sem allra best gæskan.kveðja Habba

Hrefna Gissurardóttir , 31.12.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gleðilegt ár. Vonandi verður það okkur gott og gjöfult.

Vilborg Traustadóttir, 1.1.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband