Hugleiðingar um nýliðun á Alþingi

Nú sit ég hér í meistaravertíðar"þynnkunni", les vefmiðla og velti fyrir mér stöðu mála í pólitíkinni. 

Framundan eru alþingiskosningar og liggur í loftinu hávær krafa um nýliðun á Alþingi, krafa um að: 

  • skipta öllum út
  • losna við flokkseigendafélögin
  • útrýma sjálfstæðisflokknum
  • ráða alls ópólitíska ráðherra, sem eru óháðir sérfræðingar og fagmenn..
  • fá konur til forystu
  • fá að velja einstaklinga til starfa

En ég velti því nú fyrir mér hvernig staðan yrði ef öllum 63 alþingismönnum yrði skipt út og ráðherrar yrðu ópólitískir. Fyrir það fyrsta yrði lítið um framkvæmdir ef allir kæmu óreyndir inn og yrðu að setja sig inn í málin frá grunni. Kerfið er nefnilega ekki einfalt, fjölmargar nefndir og ráð og eins veit ég það ósköp vel eftir setu mína í sveitarstjórn að reynsla manna og þekking á sögu mála er ómetanleg. Slíkt yrði náttúrulega úr sögunni með Nýja-Alþingi. Vissulega hafa starfsmenn stofnana einnig góða innsýn og þekkingu, en kannski kemur krafa um að skipta þeim út líka, hver veit! 

Annars get ég ekki séð að þetta verði raunin. Sú leið sem notuð er hér á Íslandi til að velja á lista er uppstilling eða prófkjör og prófkjör er klárlega sú leið sem farin verður árið 2009. Ekki er að sjá að um mikla endurnýjun verði að ræða miðað við þá sem þegar hafa boðað þátttöku sína í prófkjörum, enda hafa þeir sem nú þegar eru starfandi töluvert forskot á nýliðana, svo ekki sé talað um nýja flokka.

Sjálfstæðisflokkurinn frestaði landsfundi sínum fram til loka mars. Samfylkingin tók ákvörðun um að halda landsfund sinn sömu helgi og Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn ætla að funda í mars. Krafa samfélagsins er að við fundarslit komi Nýja-X? en slíkt er náttúrulega bara hlægilegt að mínu mati. að halda að það að skipta um mynd í "skírteininu" leysi flokka undan ábyrgð á því sem gert hefur verið á liðnum árum. 

Kannski átti endurnýjunarkrafan bara við gömlu ríkisstjórnina, já eða bara helming hennar, sjálfstæðisflokkinn. Ætlar Nýja-ríkisstjórnin kannski öll að fara frá núna og hleypa nýju fólki að? I don't think so. 

En ég er sannfærð um að nýtt fólk á eftir að láta til sín taka, en ég verð afskaplega undrandi ef um mikla nýliðun verður að ræða.  

Kjörsókn var góð árið 2007 eða 83,6% og spennandi að vita hver niðurstaðan verður 25. apríl 2009.

Framsóknarflokkurinn 21.34911,727
Sjálfstæðisflokkurinn 66.74936,6425
Frjálslyndi flokkurinn 13.2337,264
Íslandshreyfingin 5.9533,270
Samfylkingin 48.74226,7618
Vinstrihreyfingin - grænt framboð 26.13614,359
Gild atkvæði 182.16210063
Auð og ógild atkvæði 2909  
Samtals greidd atkvæði 185.071  


mbl.is Prófkjör um miðjan mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Herdís!   Á þing með þig, engin spurning.    

Marinó Már Marinósson, 8.2.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk Marinó minn, alltaf stendur þú með þinni .

En ég hef ekki hugsað mér að fara á þing. Planið er að fara í doktorsnám, gefa kost á sér í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í mars og halda mig við sveitarstjórnarmálin.

Herdís Sigurjónsdóttir, 8.2.2009 kl. 12:44

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Jæja þá.  Einhverjir verða að vera þar líka.    

Verður flott með doktorsnafnbótina.   

Marinó Már Marinósson, 8.2.2009 kl. 13:03

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Doktor disaster he he

Herdís Sigurjónsdóttir, 8.2.2009 kl. 13:07

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er ágætt að frétta af þessu ég þekki nokkra með atkvæðarétt.  Þú rúllar þessu.

Sigurður Þórðarson, 8.2.2009 kl. 15:09

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Verður örugglega "lang bestasti Disaster í heimi"   

Marinó Már Marinósson, 8.2.2009 kl. 16:04

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi nú eins og Marinó, drífðu þig í framboð stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband