Atvinnulausir í Mosfellsbæ fá frítt í sund

sundlaug_vesturbae

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að veita fólki í atvinnuleit með lögheimili í Mosfellsbæ frían óheftan aðgang að sundstöðum bæjarins á opnunartímum þeirra. Er þetta ein af þeim aðgerðum sem bæjaryfirvöld hafa framkvæmt til að bregðast við breyttum aðstæðum í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Á undanförnum mánuðum hefur atvinnulausum fjölgað ört í Mosfellsbæ og eru nú rúmlega 280 manns án atvinnu í bænum og mikilvægt að stuðla að virkni þeirra og heilsueflingu.

Framkvæmdin er þannig að fólk sækir um sundkortin í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar og sendir mynd og afrit af staðfestingu Vinnumálastofnunar á því að viðkomandi sé í atvinnuleit. Fólk fær sundkortin send heim og gildir þau í þrjá mánuði í senn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott mál á þessum erfiðu tímum. 

Og sakn sakn............héðan frá Póllandi.

Vilborg Traustadóttir, 3.3.2009 kl. 10:58

2 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

flott hjá ykkur

Guðrún Indriðadóttir, 4.3.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband