Viðbrögð við jarðskjálftum - hvað getur þú gert?
31.5.2009 | 10:22
Almannavarnakerfið er virkjað á neyðartímum, en þarf að hafa í huga að ef margir slasast eða verða heimilislausir getur orðið bið á því að öllum berist hjálp. Því er mikilvægt að hver og einn búa sig undir að bjarga sér og sínum sjálfur, þar til hjálp berst.
Á þeim áratug sem ég hef starfað í tengslum við almannavarnir hafa orðið miklar framfarir og ekki síst á liðnum árum. Viðbragðsaðilar eru mun betur meðvitaðir um hlutverk sitt og eins er samhæfing þeirra skipulagðari í viðbrögðum á neyðartímum. Búið er að móta áfallaskipulag á landsvísu og hafa viðbragðsaðilar útbúið ýmislegt fræðsluefni sem gott er að grípa í ef á þarf að halda.
Að mínu mati er ábyrgðin komin of langt frá hinum almenna borgara, fólk bíður eftir því að opinberir aðilar gefi fyrirmæli um hvað beri að gera í stað þess að fólk velti því sjálft fyrir sér hvernig það ætli að bregðast við á neyðartímum. Það er margt sem hægt er að gera, forvarnir sem geta skipt sköpum og ef fólk er vel undirbúið getur það minnkað álagið á almannavarnakerfið á neyðartímum.
Gerið heimilisáætlun
Það er ýmislegt sem almenningur getur gert. Hægt er að gera heimilisáætlun fyrir fjölskylduna. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur á heimasíðu sinni fyrirmynd sem leiðir fólk í gegnum þau atriði sem þarf að skipuleggja og síðan getur fólk sjálft bætt við því sem á vantar að þeirra mati. Í Viðalagahandbóksem útbúin var af almannavörnum og ýmsum viðbragðsaðilum má nálgast ýmsar góða upplýsingar um rétt við brögð og hlutverk viðbragðsaðila.
Heimilisfólkið útbýr sína heimilisáætlun og taka börnin fullan þátt í gerð hennar. Rætt er um hugsanlegar hættur, tryggingamál, forvarnir, samin er viðbragðs og rýmingaráætlun og fólk lærir að bregðast við vá. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma og hvítasunnuhelgin er upplögð í slíka vinnu.
Hér farið þið inn á fyrirmyndina.
Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar um viðbrögð ef hættuástand skapast.
Gott er að vita um dreifikerfi Ríkisútvarpsins þar sem tilkynningar eru lesnar upp og hvar næsta fjöldahjálparstöð er.
Slysavarnafélagið Landsbjörg er framarlega í forvörnum og hafa m.a. útbúið fræðsluefni vegna slysa á heimilum.
Eldsvoði
Þrátt fyrir að nú sé verið að fjalla um náttúruhamfarir er ekki síður mikilvægt að búa sig undir eldsvoða á heimilinu. Brunamálastofnun og slökkviliðin í landinu hafa útbúið fræðsluefni fyrir almenning um viðbrögð við eldsvoða. og er einnig mikilvægt að fara yfir brunavarnir heimilanna. Flóttaleiðir og fyrstu viðbrögð sem mér þótti gott að rifja upp fyrir mig og mína..
- Látið alla í húsinu vita um hættuna.
- Aðstoðið þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir út úr húsinu.
- Lokið hurðum á eftir ykkur.
- Hringið í 1 1 2.
- Reyna að slökkva eldinn ef hann er mjög lítill.
- Sé eldurinn mikill eða eykst þrátt fyrir tilraunir til að slökkva eldinn forðið ykkur þá út.
Áfallahjálp
Það er einnig til mikið af fræðsluefni til að lesa um áföll og eðlilegt viðbrögð við áföllum. Rauði krossinn hefur útbúið mikið af góðu efni fyrir almenning í þessa veru og mæli ég með því að fólk fari á námskeið í sálrænum stuðningi. Það eru námskeið sem nýtast út lífið og hjálpar mikið á neyðartímum. Hér er hægt að sjá það fræðsluefni og leiðbeiningarsem Rauði krossinn hefur útbúið.
Almannavarnir hafa einnig útbúið fræðsluefni og má nálgast bækling um áfallahjálp, áfallastreitu og sálrænan stuðning - Sorg og sorgarstuðning.
Áhrif áfalla á börn geta orðið haf meiri áhrif á börn en fullorðna. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um eðlileg viðbrögð og leiðir til að hjálpa þeim að vinna úr áfallinu.
Fræðsluefni um viðbrögð við jarðskjálftum
Búið er að útbúa kennsluefni fyrir grunnskóla um viðbrögð við jarðskjálftum.
Einnig er búið að útbúa barnaefni sem hægt væri að fara yfir með börnunum við gerð heimilisáætlunar. Það eru þau Alvör og Alvar sem kenna börnunum viðbrögð - KRJÚPA-SKÝLA-HALDA og er hægt að prenta út litabók fyrir börnin.
Grindvíkingar geri ráðstafanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.