17. júní í Mosfellsbæ

Mynd_0603981

Gleðilega þjóðhátíð.

Hátíðarhöld í tilefni 17. júní verða fjölbreytt að vanda í Mosfellsbænum.  Elli fór út í bítið í morgun til að setja upp skátatjöld við Hlégarð, en skátarnir standa fyrir sprelli og selja gasblöðrur og tröllasleikjó.

Hátíðardagskráin hófst í Varmárlaug kl. 10:00 með sundmóti og hátíðarguðþjónusta í Lágafellskirkju.  Dagskráin 17. júní verður síðan formlega sett á bæjartorginu kl. 13:00 með hátíðarræðu Karls Tómassonar forseta bæjarstjórnar og ávarpi fjallkonu. Á fræðslunefndarfundinum í gær lofaði Björn Þráinn Kalla góðu veðri, sem var ekki alveg það sem veðruspáin sagði og mér sýnist mér spá Björns Þráins ætli bara að ganga eftir. 

Frá bæjartorginu okkar við Kjarna munu skátarnir leiða skrúðgöngu að Hlégarði þar sem dagskráin heldur áfram með margskonar uppákomum fyrir alla fjölskylduna.

Það verður mikið um að vera fyrir börnin að vanda. Leikskólabörn syngja, Lilli klifurmús og Mikki refur, Leikfélagið verður með leikþátt, Fimleikadeild Aftureldingar með atriði, trúðar, töframaður og Gunni og Felix svo eitthvað sé nefnt.

Síðdegis verður keppt um sterkasta mann Íslands á túninu við Hlégarð sem er árlegur viðburður í Mosfellsbæ og mikið fjör.

Hátíðarhöldin dagsins enda með fjölskyldudansleik um kvöldið með mosfellskum hljómsveitum og tónlistarmönnum. 

Sölutjöld við Hlégarð, andlitsmálun, Tívolí, leikir, glens og gaman með félögum úr Mosverjum. Afturelding með kynningu á starfsemi sinni.

Síðast en ekki síst verður Kaffisala í Hlégarði kl. 14:00-17:00 í boði Knattspyrnudeildar Aftureldingar sem enginn má missa af.

mosfellsbaer


mbl.is Það er kominn 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að dagurinn hafi verið ljúfur, hér var gaman.  Kveðja í Mosó

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband