Breytingar á nefdarskipan Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ
24.6.2009 | 23:33
Þegar ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar ákváðum við Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ að gera töluverðar breytingar á nefndarskipan hjá okkur. Ástæðan er einföld, að auka ábyrgð og hleypa nýju fólki að.
Við bæjarfulltrúar sem höfum sinnt formennsku í nefndum stigum til hliðar og hleyptum nýju fólki að. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, hefur verið formaður skipulags- og byggingarnefndar í 7 ár, en verður nú aðalmaður í þróunar- og ferðamálanefnd. Bryndís Haraldsdóttir var kosin formaður skipulags- og byggingarnefndar. Erlendur Fjeldsted verður aðalmaður, en hann var varamaður og Daníel Jakobsson verður varamaður. Katrín Dögg Hilmarsdóttir verður varaformaður þróunar og ferðamálanefnd og tekur hún við af Gunnari Inga Hjartarsyni sem verður varamaður.
Ég hef verið formaður fræðslunefndar þetta kjörtímabilið, en hætti því í dag og er nú fulltrúi í umhverfisnefnd. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson tók við formennsku og Hafsteinn Pálsson verður varaformaður. Ég sat síðast í umhverfisnefnd á þar síðasta kjörtímabili og hlakka til nefndarstarfsins, enda nýbakaður umhverfis- og auðlindafræðingur og vona að ég geti lagt eitthvað til málanna. En annar fulltrúi sjálfstæðismanna í nefndinni er Agla Elísabet Hendriksdóttir sem er varaformaður.
Hafsteinn Pálsson var formaður í íþrótta og tómstundanefndar, en fer í fræðslunefndina eins og áður sagði. Theódór Kristjánsson tekur við formennsku í nefndinni og Bjarki Sigurðsson verður aðalmaður, en hann var áður í umhverfisnefnd.
Í menningarmálanefndinni verður Hilmari Stefánsson varaformaður og Helga Kristín Magnúsdóttir kemur inn sem aðalmaður. Grétar Snær Hjartarson víkur úr nefndinni, en Ásta Björg Björnsdóttir sem var varaformaður verður varamaður í nefndinni.
Á fundinum í dag var jafnframt kosið í bæjarráð og voru sömu fulltrúar kosnir í bæjarráð. Ég formaður, Karl Tómasson frá VG, Jónas Sigurðsson frá Samfylkingunni og Marteinn Magnússon áheyrnarfulltrúi frá Framsókn. Kosinn var forseti bæjarstjórnar og var Karl Tómasson kjörinn forseti bæjarstjórnar, Hafsteinn Pálsson fyrsti varaforseti og ég annar.
Ég ætla ekki að neita því að ég kveð fræðslunefndina með vissum söknuði og á eftir að sakna þess að vinna með öllu þessu frábæra fólki sem starfað hefur í og með nefndinni á undanförnum árum. En maður kemur í manns stað og hætti ég ekki að hafa áhuga og skoðanir á fræðslumálum. Framundan eru mörg spennandi verkefni s.s. endurskoðun á skólastefnunni , uppbygging skóla í Leirvogstungu og Krikaskólinn,að verða að veruleika og mun ég taka virkan þátt í því starfi sem bæjarfulltrúi, enda kjörin til þess að gæta hagsmuna íbúanna í skólamálum sem öðru.
Flokkur: Mosfellsbær | Breytt 3.1.2010 kl. 15:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.