Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2009
17.9.2009 | 23:14
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 18. september. Yfirskrift jafnréttisdagsins í ár er "Jafnrétti í skólum - Raddir barna".
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er árlegur viðburður og er 18. september fæðingardagur Helgu J. Magnúsdóttur fyrrum oddvita Mosfellsbæjar. Helga lét sig málefni kvenna varða með ýmsum hætti. Hún var til að mynda formaður Kvenfélagasamband Gullbringu og Kjósarsýslu, og einnig formaður Kvenfélagasambands Íslands.
Mosfellsbær er hefur sl. tvö ár verið þátttakandi í verkefninu Jafnréttisfræðsla í skólum, í samvinnu við fjögur önnur sveitarfélög, Jafnréttisstofu og Félags- og tryggingamálaráðuneytið. Þess vegna var ákveðið að tileinka jafnréttisdaginn í ár Jafnrétti í skólum, og yfirskrift dagsins er: Jafnrétti í skólum - raddir barna. Börn úr Mosfellsbæ á aldrinum 5 - 15 ára munu koma og fjalla um jafnréttismál út frá sínu sjónarhorni, líkt og sjá má nánar í dagskrá.
Dagskráin jafnréttisdagsins fer fram í Hlégarði, frá kl. 10 - 12. Þátttak er ókeypis.
Dagskrá
10:00 Ávarp
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, varaformaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
10:15 Strákar og stelpur
5 ára nemendur leikskólans Reykjakots
10:25 Jafnrétti í leik og starfi
Nemendur á yngsta stigi í Lágafellsskóla
10:40 Jafnrétti kynjanna frá landnámi til vorra daga
Myndband frá 4. bekk í Vogaskóla 2008-2009
10:50 Hlé - kaffi, te, kleinur og djús
11:15 Hvernig jafnréttisfræðslu viljum við fá í skólanum?
Nemendur unglingadeildar Varmárskóla
11:30 Þátttaka nemenda við framkvæmd jafnréttisáætlunar
Nemendur unglingadeildar Lágafellsskóla
11:45 Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2009
Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
11:55 Ávarp bæjarstjóra
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
12:00 Dagskrárlok
Fundarstjóri verður Sigríður Indriðadóttir, mannauðstjóri og jafnréttisfulltrúi Mosfellsbæjar
Flokkur: Mosfellsbær | Breytt 3.1.2010 kl. 15:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.