Einkasjúkrahús PrimaCare í Mosfellsbæ

Mynd_0131636

Í morgun fjallaði bæjarráð Mosfellsbæjar um áform fyrirtækisins PrimaCare um stofnun einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ. Bæjaryfirvöld hafa unnið hratt að öllu sem snýr að undirbúningi okkar undir styrkri stjórn Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra.

Það er mjög spennandi mál fyrir okkur Mosfellinga ef verður af byggingu einkasjúkrahúss og hótels PrimaCare í Mosfellsbæ. Þetta smellpassar við það sem við höfum verið að vinna að varðandi heilsubæinn Mosfellsbæ þar sem Reykjalundur spilar stórt hlutverk. Það er einnig frábært að fyrirtækið leggur áherslu á það að umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi við byggingu og rekstur sjúkrahússins og jafnframt er áhersla lögð á sjálfbærni og samspil við náttúruna.

Það þarf ekki að orðlengja það að slíkt fyrirtæki með rúmlega 600 störf skiptir okkur miklu máli og gleðiefni ef forsvarsmenn PrimaCare kjósa að reisa sjúkrahúsið í Mosfellsbæ.

Yfirlýsing frá bæjarráði Mosfellsbæjar vegna áforma PrimaCare um stofnun einkasjúkrahúss:

Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform forsvarsmanna fyrirtækisins PrimaCare um byggingu einkarekins sjúkrahúss og hótels á Íslandi og fagnar því að PrimaCare sýni Mosfellsbæ áhuga varðandi hugsanlega staðsetningu.  Mosfellsbær og forsvarsmenn PrimaCare hafa verið í viðræðum um samvinnu varðandi hið nýja sjúkrahús.

Bæjarráð lýsir jafnframt sérstakri ánægju yfir því að umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi við byggingu og rekstur sjúkrahússins og að áhersla verði lögð á sjálfbærni og samspil við náttúruna og samræmist það jafnframt sjónarmiðum  Mosfellsbæjar. Mosfellsbær gaf nýverið út stefnu í umhverfismálum til ársins 2020 sem ber heitið Sjálfbært samfélag sem rímar mjög við stefnu PrimaCare.

Mosfellsbær hefur unnið að stefnumótun þar sem fram kemur að Mosfellsbær verði yfirlýstur heilsubær og leiðandi á sviði endurhæfingar, heilsueflingar og lýðheilsu á Íslandi. Eitt mikilvægasta fyrirtæki Mosfellsbæjar er Reykjalundur en fyrirtækið er í fararbroddi á sviði endurhæfingar í landinu.

Gert er ráð fyrir að hjá PrimaCare muni starfa rúmlega 600 manns og myndi fyrirtæki af þeirri stærðargráðu skipta miklu máli fyrir Mosfellsbæ. Yrði það mikið gleðiefni ef forsvarsmenn PrimaCare kjósa að reisa sjúkrahúsið í Mosfellsbæ.

Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ munu gera það sem unnt er til að greiða götu fyrirtækisins svo tryggja megi farsælan starfsvettvang þess í bæjarfélaginu.

Hér á heimasíðu Mosfellsbæjar má fletta kynningarefni sem Mosfellsbær tók saman vegna verkefnisins.


mbl.is Rætt um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér hrýs að mörgu leyti hugur við frekari einkavæðingu á Íslandi. Það hafa verið gerð allt of mörg mistökvið einkavæðingu og að gefa fjarmunafurstum frjálsar hendur. Greinilegt er að grundvöllurinn virðist ekki alltaf vera eins traustur og þörf er á.

Spurning er með heilbrigðisgeirann þar virðist vera staðið nokkuð faglega að verki. En spurning er með ethicus og samfélagslega ábyrgð.

Fyrr á þessu ári fór einn náinn ættingi minn í dálitlaaðgerð á einkakliník. Sett voru 3 göt og reynt að lækna viðkomandi. Þetta tók hálfan annan tíma. Kostnaðurinn var á annað hundrað þúsund krónur og allt varð að greiða úr eigin vasa. Þetta er eins og í Bandaríkjunum þar sem heilbrigðiskerfið á einkabasís er mjög háþróað. Hins vegar geta sum Afríku ríki hvað þá í Austur Evrópu státað sigaf mun betra opinberu heilbrigðiskerfi en Bandaríkjamenn.

Við þekkjum tannlækningar þar sem allir yfir 16 ára verða að greiða allan kostnað fullu verði. Tannheilsa íslensku þjóðarinnar er eftir þessu.

Er það þetta sem við eigum að stefna að?

Alla vega væri æskilegt að vita meira um þetta fyrirtæki áður en við hrópum húrra!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.9.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband