Borgarar taka málin í sínar hendur
17.10.2009 | 18:34
Nærþjónusta er þjónusta við íbúa, í þeirra heimabyggð, í þeirra þágu. Ég hef velt slíkri þjónustu töluvert fyrir mér á liðnum, bæði varðandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í tengslum við yfirfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga sem og í tengslum við efnahagshrunið og niðurskurðartillögur ríkis og sveitarfélaga á þjónustu. Sveitarfélög sinna meirihluta nærþjónustunnar heima í héraði, en einnig eru ýmsar ríkisstofnanir á vegum ríkisins í heimabyggð s.s. heilbrigðisþjónusta, löggæsla og kirkjan.
Ákvarðanir um skerðingu á þjónstu geta valdið miklum usla og höfum við séð nokkuð af slíkum mótmælum að undanförnu. Krafa um niðurskurð á sjúkrahúsum hafa valdið harðvítugum deilum líkt og ég upplifði þegar ég var á Siglufirði um daginn vegna uppsagnar yfirlæknis á sjúkrahúsinu í Fjallabyggð. Um var að ræða uppsögn yfirlæknis sem þjónað hefur byggðarlaginu í áratugi og fór sú ákvörðun illa í heimamenn. Þeir tóku til sinna ráða og mótmæltu harðlega. Sátt náðist og fyrri ákvörðun var breytt, yfirlæknirinn verður áfram að vinna í þágu íbúanna.
Fleiri slík mál hafa sést að undanförnu. Mótmælendur frá Reyðarfirði mótmæltu með búsáhöldum á Egilsstöðum og kröfðust þess að fá yfirlæknirinn sinn til starfa. Ekki var það vegna samdráttar heldur vegna kæru um meint misferli með fjármuni stofnunarinnar. Eitthvað er búið að vandræðast með kæruna og hafa hin ýmsu embætti komist að því að málið sé ekki saknæmi. Fólkið sætti sig ekki við þetta lengur og mætti með potta, lúðra og skilti og krafðist réttlætis og þess að hann.
Ég ætla ekki að taka afstöðu í þessum máli varðandi sóknarprestinn á Selfossi, en það eru margir aðrir sem hafa gert það. Fyrst voru það kærendur, kirkjan setti hann í frí, dómstólar dæmdu hann saklausan, íbúar mótmælti, biskup færði hann til í starfi, presturinn endursendi biskupi bréfið og hélt fund með stuðningsmönnum sínum sem ályktaði og vildi fá hann til starfa og núna eru íbúar búnir að mótmæla harðlega.
Það er greinilegt að borgarar eru mun virkari í því að sýna afstöðu sína en áður. Það er þannig þegar þjónusta færist nær, þá verður hún persónulegri, enda kölluð nærþjónusta.
Vilja Óskar Hafstein áfram sem prest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef ekki hitt þennan Óskar en ég er hlynnt honum samt sem áður.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2009 kl. 19:33
Nú er Kalli klúðrari og c/ó
komnir austur á Selfoss
Ekki segi ég æ dont nó
ef drottinn vill frels' oss.
axel (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.