Sjálfstæði Íslendinga og hörmungar
1.12.2009 | 09:28
1. desember 1918 tóku sambandslögin gildi. Þá var íslenska þjóðin fullvalda, en vorum við þó enn með danskan konung og sáu Danir einnig um utanríkismál okkar og landhelgisgæslu.
Í fyrstu grein sambandslaganna sagði: Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samning þann, er felst í þessum sambandslögum.
Danskir ríkisborgarar áttu að fá sama rétt og Íslendingar hér á landi og öfugt. Stofnað var íslenskt ríkisráð sem í sátu konungur, ríkisarfi og ráðherrar Íslands. Konungur gat haldið ríkisráðsfund með einum ráðherra og því dugði að einn ráðherra sigldi til Kaupmannahafnar til að fá undirskrift undir lög og konungsúrskurði.
Íslendingar fögnuðu þó hljóðlega því þá gekk spánska veikin yfir þar sem hundruðir íslendinga létust. 12. október 1918 hófst Kötlugos og og veturinn 1917-1918 hefur verið kallaður frostaveturinn mikli.
Lýðveldið Ísland var stofnað árið 1944 fengu íslendingar þá fullt sjálfstæði frá Dönum.
1. desember 2009 tók Lissabonsáttmálinn gildi. Hann er nokkurskonar stjórnarskrá Evrópusambandsins og á að auðvelda ákvarðanatöku innan ESB. Íslendingar hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu.
Evrópusinnar fagna Lissabonsáttmálanum sem kveður á um ný embætti forseta ESB. Lýðræðislegra og skilvirkara starf ESB segna Evrópusinnar. Framsal á völdum aðildarþjóða til Brussel segja andstæðingar.
Veturinn 2008 gengu efnahagshamfarir yfir heiminn. Á Íslandi varð algjört fjármálahrun og þann 1. desember 2009 berjast íslensk fyrirtæki og heimili enn í bökkum. Hér geisar heimsfaraldur inflúensu líkt og árið 1918, en m.a. vegna framfara í læknisvísindum er faraldurinn ekki eins skæður og árið 1918.
Ég ætla rétt að vona að veturinn verði ekki líka kallaður frostaveturinn mikli og við munum ekki framselja nýfengið sjálfstæði okkar til Brussel.
Lissabonsáttmálinn tekur gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Facebook
Athugasemdir
Kær kveðja í Mosó
Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.