Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Framkvæmdastjóri þingflokks Siglfirðinga

siglfirdingar

Var það ekki einmitt Gestur Fanndal sem sagði í bæjarstjórninni " Siglfirðingum fækkar ekkert, þeir búa bara annars staðar". Þessi nýstofnaði þingflokkur á Alþingi styður þessa kenningu og sé ég ekki betur en ég gæti haft góðan möguleika á að fá starf sem framkvæmdastjóri þingflokksins, enda 100% Siglfirðingur.

 


mbl.is Siglfirðingar fjölmennir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Land tækifæranna

Sædís Erla fjögurra ára

Ég er ánægð með stefnuræðuna og var líka ánægð með ræðu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur vinkonu minnar, sem hún var að ljúka rétt í þessu. Ég tek af heilum hug undir lokaorð hennar um að Ísland sé land tækifæranna. Ég verð að segja það að ég er fullkomlega sátt við að ala börnin mín upp hér á Íslandi, þar sem heilbrigðisþjónusta er í fremstu röð og skólar á heimsmælikvarða.

Ég mátti til með að deila þessu með ykkur í dag, á fjögurra ára afmælisdegi yngstu dóttur minnar. Æðislegur dagur hjá henni og byrjaði hann með morgun afmælissöng og ljómaði litla andlitið og var hún fljót að átta sig þegar söngurinn byrjaði, hún fékk svo pakka og fór alsæl í leikskólann. Myndin var einmitt tekin á leikskólanum Huldubergi í dag. Sædís Erlan heldur þarna á afmælispoppinu, sem er skemmtilegur siður hjá þeim á Silfurbergi. Sú stutta var alveg með það á hreinu að í dag ætti hún að fara með og poppa og fengi kórónu og ALLT.


mbl.is Traust afkoma ríkissjóðs forsenda fyrir frekari skattalækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnumyndir fyrir gæsaskytturnar á Sigló

Sædís Erla að skrifa

Ég mátti til með að setja inn eina góða stjörnumynd fyrir gæsaskytturnar á Sigló. Hún er af fröken Sædísi Erlu sem er þriggja ára og 364 daga gömul......en segist samt verða fimm ára á morgun.

Hún kom nefnilega til mín áðan og sagðist vera búin að skrifa ...hún var þá búin að skrifa B fyrir ömmu Binnu, S fyrir sig og Sturlu, H fyrir mömmu. Svo þegar ég kom skrifaði hún E fyrri pabba, en Á-ið vafðist eitthvað fyrir henni.... en það kom allt saman. 

Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir sem stjarnan tók á mömmumyndavél... verulega efnileg Wink.

Af hestinum og dúkkunni

hesturinn og dúkkan

Af nýju inniskónum sem hún fékk frá Birnu Maríu frænku

nýju inniskórnir

Af mömmu

mynd af mömmu

Af sjálfum Mosfellingi

Mosfellingur


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband