Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Þrátt fyrir að við höfum náð hreinum meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum óskuðum við eftir áframhaldandi samstarfi við Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Sjálfstæðismenn fengu 49.8% atkvæða og fjóra fulltrúa af sjö í bæjarstjórn og bættum við okkur einum sem manni frá síðustu kosningum, en Vinstri-græn hlutu 11,7% og einn fulltrúa líkt og fyrir fjórum árum.
Meirihlutasamstarf okkar síðustu fjögur ár hefur gengið frábærlega og hefur það einkennst af trausti og samhug. Niðurstöður kosninganna sýna líka ánægju íbúa með gang mála í Mosfellsbæ. Þessir tveir flokkar hafa því orðið sammála um að halda samstarfi sínu áfram á kjörtímabilinu 2010-2014.
Þjóðfélagsumræðan undanfarin misseri hefur í auknum mæli beinst að lýðræðisumbótum hvers konar. Rætt hefur verið um völd og ábyrgð kjörinna fulltrúa og rétt íbúa til þess að taka þátt í ákvörðunum og mikilvægi þess að ná samstöðu um málefni samfélagsins. Af þeim sökum vill Sjálfstæðisflokkurinn mynda sem breiðasta samstöðu um stjórn sveitarfélagsins og lagði til að öll framboð ynnu saman að veigamiklum málum á tímabilinu. Tvö mál yrðu sett í sérstakan forgang í samvinnu framboðanna á árinu 2010, annars vegar að móta lýðræðisstefnu og reglur um íbúakosningar og hins vegar að standa saman að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Þetta átti að vera fyrsta skrefið í samvinnunni.
Við buðum minnihlutaflokkunum, Samfylkingu og Íbúahreyfingunn jafnframt að koma að stjórn sveitarfélagsins með mun áhrifameiri hætti en atkvæðamagn þeirra segir til um. Þetta gerðum við til að gefa mætti öllum framboðum aukið tækifæri á embættum og setu í nefndum. Boðið var upp á að ekki myndi fara fram hlutfallskosning um setu í nefndum og ráðum. Þess í stað myndu sjálfstæðismenn gefa eftir ákveðin embætti og sæti í nefndum sem hlutfallskosning hefði haft í för með sér samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
Samfylking tók jákvætt í þessar hugmyndir sjálfstæðismanna og lýsti yfir stuðningi sínum við þær. Íbúahreyfingin hafði hinsvegar aðrar hugmyndir um samvinnu af þessu tagi og var ekki reiðubúin að vinna samkvæmt þessum hugmyndum og því var ekki hægt að gera samkomulag um þverpólitíska samvinnu um málefni Mosfellsbæjar að þessu sinni eins og hugmyndir okkar sjálfstæðismanna gengu út á.
Ég er vissulega vonsvikin yfir því að þetta hafi ekki gengið eftir, en vona samt að við verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna vel saman á næstu árum. Eftir allt þá erum við jú öll kjörin til að starfa fyrir Mosfellinga og vonast ég til að við nýtum kraftana frekar til góðra verka, en niðurrifsstarfsemi og leiðinda. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur líka sýnt það á síðustu tveimur árum að hægt er að vinna saman sem ein heild að mörgum mikilvægum málum s.s. fjárhagsáætlunargerð.
Haraldur Sverrisson verður áfram bæjarstjóri og í upphafi verður Karl Tómasson oddviti VG forseti bæjarstjórnar en ég formaður bæjarráðs.
Flokkarnir hafa gert með sér áherslu- og samstarfssamning þar sem m.a. kemur fram:
- Höfuðverkefni kjörtímabilsins verður að standa vörð um grunnþjónustu og velferðarmál en um leið að gæta ýtrustu varfærni og aðhaldssemi í rekstri bæjarfélagsins.
- Leitast verði við að ná sem víðtækastri samstöðu um fjárhagsáætlun hvers árs meðal allra framboða sem sæti eiga í bæjarstjórn.
Á kjörtímabilinu verði unnin lýðræðisstefna fyrir Mosfellsbæ sem m.a byggi á heildstefnumótun sveitarfélagsins. - Skólastarf í Mosfellsbæ verði áfram leiðandi á landsvísu með áherslu á valfrelsi, fjölbreytni, jöfn tækifæri, árangur og vellíðan. Áhersla verði lögð á áframhaldandi góða þjónustu við börn og barnafjölskyldur.
- Áfram verði stutt við íþrótta- og tómstundastarf.
- Leitast verður við að efla atvinnulíf og vernda það sem fyrir er. Sérstaða Mosfellsbæjar verði nýtt með því að búa til umgjörð um heilsu- og menningartengda ferðaþjónustu. Einnig muni Mosfellsbær styðja við stofnun Heilsuklasa í bæjarfélaginu og ýta undir að sveitarfélagið verði miðstöð heilsueflingar og heilsuþjónustu.
- Gjöldum á bæjarbúa verði stillt í hóf, einkum á barnafjölskyldur.
Áfram verði unnið að jafnréttismálum innan stjórnkerfis bæjarins með markvissum og skipulögðum hætti. - Lögð er áherslu á að í Mosfellsbæ umgangist allir náttúruna og umhverfið af virðingu og í anda stefnu bæjarins um sjálfbæra þróun.
- Skipulagsmálin verði unnin í nánu samráði við íbúana. Lögð er áhersla á góð búsetuskilyrði í fallegu og öruggu umhverfi þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttum húsa- og íbúðagerðum sem uppfylla þarfir íbúa á öllum æviskeiðum.
- Stefnumótunarvinnan sem unnin hefur verið verði nýtt til að sækja fram og gera Mosfellsbæ eftirtektarverðari fyrir menningarlíf og menningartengda ferðaþjónustu.
Boða samstöðu í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ
3.6.2010 | 09:01
Úrslit sveitarstjórnakosninga í Mosfellsbæ sem fram fóru 29. maí 2010:
Niðurstöður: |
|
B-listi Framsóknarflokks | 410 |
D-listi Sjálstæðisflokks | 1822 |
M-listi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ | 556 |
S-listi Samfylkingarinnar | 441 |
V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs | 428 |
|
|
Kjörnir aðalmenn |
|
Haraldur Sverrisson | D |
Herdís Sigurjónsdóttir | D |
Bryndís Haraldsdóttir | D |
Jón Jósef Bjarnason | M |
Hafsteinn Pálsson | D |
Jónas Sigurðsson | S |
Karl Tómasson | V |
|
|
Varamenn |
|
Kolbrún G Þorsteinsdóttir | D |
Rúnar Bragi Guðlaugsson | D |
Theodór Kristjánsson | D |
Þórður Björn Sigurðsson | M |
Eva Magnúsdóttir | D |
Hanna Bjartmars Arnardóttir | S |
Bryndís Brynjarsdóttir | V |