Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Felst uppgjör efnahagshruns í fangelsun Geirs?

Í gær var frávísunartillöga um að taka fyrir tillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins felld á Alþingi. Því mun tillaga Bjarna um að fallið verði frá málssókn á heldur Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fá þinglega meðferð á Alþingi.

Að mínu mati hefði aldrei átti að samþykkja að höfða sakamál gegn Geir fyrir Landsdómi og er mér frámunað að sjá sama vinkil á þessu máli og margir sem hafa tjáð sig í ræðustól á Alþingi og um borg og bý. Að með því að falla frá ákærur á hendur Geir verði ekki hægt að gera upp hrunið, að ef Geir verði ekki dreginn fyrir dóm verði enginn látinn axla ábyrgð á falli bankanna og því hvernig fór.

Það hefur bersýnilega komið í ljós á undanförum dögum í ræðu og riti að um sýndarréttarhöld yfir pólitískum andstæðingi er að ræða. Fram hefur fram í skoðanakönnunum að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessum réttarhöldum yfir Geir og hafa þingmenn og ráðherrar tjáð sig um að þetta hafi verið mistök sem beri að leiðrétta.


mbl.is Frávísun felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Detti af mér allar ...

Ja há, það er nefnilega það! Fyrst er iðnaður ekki atvinnuvegur og svo er hægt að taka iðnaðarráðuneytið með öllu sem því tilheyrir svona bara ... með vinstri ...
mbl.is Katrín komi í stað Katrínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja húsið í Mosfellsbænum

Hann Ólafur kom mér meira á óvart en tengdamömmu sem var svo praktísk að segja að hún tryði því ekki að hann ætlaði að bjóða sig fram fyrst hann væri búinn að kaupa sér hús í Mosfellsbæ. Viti menn hún hafði rétt fyrir sér.

Ég get samt skilið Ólaf, að hann langi til að taka þátt í samfélagsumræðunni og taka fræðimanninn á þetta, ekki það að honum hafi tekist að láta það vera öll þau ár sem hann hefur verið á Bessastöðum. En líkt og ég hef oft sagt þá hlakka ég til að fá Dorrit í Mosfellsbæinni og veit að hún á eftir að fara sínar eigin leiðir hér eftir sem hingað til og Ólafur er langt því frá að vera lagstur í helgan stein.


mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband