Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Akureyrarveikin sem sló marga út um miðja síðustu öld

Hér er gömul grein um Akureyrarveikina eftir þá Björn Sigurðsson, Júlíus Sigurjónsson, Jón Hj. Sigurðsson, Jóhann Þorkelsson og Kjartan Guðmundsson og birtist í Læknablaðinu árið 1950 (35. árg. Reykjavík 1950 5.-6. tbl.), fyrir áhugasama um þennan sjúkdóm sem gekk um miðja síðustu öld.
Akureyrarveikin er þekktur og skráður sjúkdómur, þó ekki sé staðfest hvað olli faraldrinum, eins og fram kemur í þessari grein. Í alþjóðlegum læknaritum gengur Akureyrarveikin undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis, en stundum líka Iceland disease eða Íslandsveikin.
Akureyrarveikin er í hópi þeirra sjúkdóma sem nefndir eru ME (Myalgic Encephalomyelitis) eða CFS (Chronic Fatigue Syndrome). 
7% Akureyringa fékk veikina (íbúar Akureyrar voru 6900 og veiktust 465 manns) árin 1948 og 1949. Veikin barst víða um land og m.a. á Sauðárkróki, Hvammstanga og Ísafirði. Stök tilfelli með einkennum Akureyrarveikinnar komu upp síðar nánast um allt land. Staðbundnir faraldrar urðu á Þorshöfn og á Patreksfirði árin 1953 og 1955.
 
Einhverra hluta get ég ekki sett allt skjalið inn og kom því eingöngu forsíðan. Hér er hlekkur á blaðið ef þið hafið áhuga á því að lesa hana.   
 
 
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband