Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2021

Minningargrein um Rúnu vinkonu

Drungalegur dagur úti og nokkuđ í takt viđ mína líđan á bálfarardegi Rúnu vinkonu, Guđrúnar Indriđadóttur.

Hér er minningargrein sem birtist í Morgunblađinu í dag.

C8337875-6D3C-4AA0-B5FA-0A5E1484A73B

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţvílíkt lán ađ viđ Rúna vorum valdar saman á tveggja manna stofu á fćđingardeildinni fyrir tćpum 29 árum. Ţarna var hún öryggiđ uppmálađ međ fjórđa og yngsta barniđ sitt, en ég međ frumburđinn og tók óspart út úr í reynslubanka Rúnu. Á stofu sjö var mikiđ spjallađ, hlegiđ og sprellađ og ţarna tengdumst viđ systraböndum.

Ţađ var Rúnu í blóđ boriđ ađ rćkta garđinn sinn í víđustu og bestu merkingu ţess hugtaks. Óhćtt er ađ segja ađ garđurinn í Jöklafoldinni beri hennar merki, fallegur og skipulagđur í samrćmi viđ blómgunartíma. Viđ hin höfum líka notiđ góđs af og ţykir mér sérlega ljúft ađ ganga um garđinn minn og fylgjast međ fyrrum Jöklafoldarafleggjurum og runnanum góđa frá Rúnu vaxa og dafna.

Rúna lét ekki sitt eftir liggja í umhverfismálunum. Hún gekk grćnum skrefum um samfélagiđ og hikađi ekki viđ ađ benda á leiđir til úrbóta í ţeim efnum. Viđ vinkonurnar tókum ţátt í verkefninu Vistvernd í verki ţegar ţađ var enn á tilraunastigi rétt eftir aldamótin. Visthópurinn okkar fór markvisst saman í gegnum mögulegar ađgerđir til umhverfisvćnni lífstíls s.s. ađ draga úr orkunotkun og úrgangi heimilisins. Hver fjölskylda valdi sínar leiđir til ađ bćta vistspor sitt. Gerđar voru mćlingar í upphafi og aftur í lokin til ađ sjá hvernig til tókst hjá hverju heimili. Mig minnir ađ ţađ hafi veriđ afar lítiđ svigrúm til bćtingar hjá Rúnu og fjölskyldu ţví hún var bara međ ţetta, alltaf jafn útsjónasöm og nýtin.

Barátta Rúnu fyrir réttlćti og bćttu samfélagi var drifin áfram af sterkri réttlćtiskennd og lét hún til sín taka á mörgum vígstöđvum. Hjá henni var aldrei neitt hálfkák. Hún skođađi mál ofan í kjölinn og var einstaklega nösk á ađ átta sig á kerfisvillum. Umbótasinninn Rúna sat ekki úti í horni og tuđađi, heldur kom málefnum á framfćri viđ hlutađeigandi ađila. Međ einstökum hćtti tókst henni ađ tala um flókin mál á mannamáli.

Nú rifjast upp ótal samverustundir međ hádegishópnum og Rauđu hćttunum og alls konar annađ í bođi Rúnu, ţegar hún var dregin út í leikjum á rás tvö eđa Bylgjunni. Hún var líka alltaf til í sprell. Einn morguninn datt Rúnu í hug ađ upplagt vćri gleđja Önnu vinkonu okkar međ óvissuheimsókn ţar sem hún vćri ađ flytja til Danmerkur. Hún var ráđskona í ferđaţjónustusveit í Borgarfirđi á ţessum tíma. Ţegar viđ nálguđumst bćinn var Anna ţegar komin út, ţví haldiđ var ađ ţarna vćri forsetinn sjálfur ađ renna í hlađ. Ţví var svarta drossían hennar Rúnu aldrei kölluđ annađ en forsetabíllinn eftir ţetta. Ég sé fyrir mér prakkarasvipinn á Rúnu ţegar Anna áttađi sig á ţví ađ símtaliđ frá henni um morguninn hafđi veriđ upplýsingaöflun og hluti af plottinu. Eins og svo oft ţá tókst Rúnu ţarna ađ skapa dásamlegan og afar fjörugan vinafund og minningar sem lifa.
 
Ţađ sem ég á eftir ađ sakna ţín elsku vinkona.

Kćru Jón, Bjarki, Vala, Sindri Vera og fjölskyldur, viđ Rituhöfđafjölskyldan vottum ykkur okkar dýpstu samúđarkveđjur.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband