Vistvernd í verki

 Ég er nokkuð ánægð með auglýsingaherferð Úrvinnslusjóðs, þar sem fólk er hvatt er til að skila rafhlöðum og rafgeymum inn til endurvinnslu. svar2

Hvers vegna á að skila rafhlöðum?

Í rafhlöðum eru spilliefni sem eru hættuleg bæði heilsu okkar og náttúrunni komist þau í snertingu við umhverfið. Það er því mikilvægt að engar rafhlöður endi í heimilissorpinu heldur sé komið til úrvinnslu til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða rafhlöðunum, og þar með lágmarka umhverfis- og heilsuspjöll af völdum rafhlaðna.                                                                                               

Frá því við fjölskyldan tókum þátt í verkefninu Vistvernd í verki árið 2001 höfum við verið meðvitaðari um neysluvenjur okkar síðan. Við höfum tamið okkur vistvænna heimilishald og sífellt verið að vinna í því að skoða hvort ekki er eitthvað sem betur má fara í þeim málum og hvet ég fólk til kynna sér málið að fara á námskeið. 

Við fórum á námskeið í Vistvernd í verki árið 2001. Þar sem ég er frekar upptekin kona var ég alltaf að bíða eftir því að ég hefði tíma til að fara á námskeiðið því ég hélt að þetta væri svo mikið mál, en þegar við svo loksins byrjuðum sá ég fljótlega að þessi bið hafði verið með öllu óþörf. Það var nákvæmlega enginn aukatími sem fór í þetta “umhverfisstúss”.  Við vorum sex fjölskyldur sem hittumst reglulega og héldum við fundi með reglulegu millibili um fyrirfram ákveðið fundarefni s.s. sorp, orku, samgöngur, innkaup og vatn, sem einkenndust af fróðleik og skemmtilegu spjalli við fólk sem statt var í sömu sporum og við og  margt kom á óvart. Fljótlega fórum við að breyta ýmsu, fengum okkur sparperur þar sem það gekk, slökktum ljósin þegar við fórum út úr herbergjum, flokkuðum heimilisúrgang og förum reglulega með pappír, fernur og pappírsumbúðir í grenndargáma og restina í endurvinnslustöðina í Blíðubakka.

 

En í sjálfu sér höfðum við lengi verið meðvituð og því var þetta ekki stórátak fyrir okkur. Þegar við byggðum húsið okkar 2000 til að mynda þá völdum við viðhaldfrítt efni og pössuðum að húsið væri vel einangrað og létum taka það út með hitamyndavél í lokin. Á þeim tíma voru ekki margir með gólfhita, en við völdum það og töldum að með því væri hægt að ná fram verulegum sparnaði og það kom á daginn. Við búum í parhúsi og munar töluverðu á upphitunarkostnaði á þessum tveimur húsum sem eru í sjálfu sér alveg eins. Við völdum líka spansuðuhellu, sem ég gæti ekki verið án í dag.  Þetta helluborð var aðeins dýrara þá, en okkur þótti góður kostur að hellan hitnaði strax og að aðeins hitnaði það svæði sem er undir pottinum. Utan við öryggisþáttinn, en ekki er hægt að kveikja í pappír eða öðru, hellan hitnar aðeins ef um stál er að ræða og kólnar um leið og potturinn er tekinn af.

 En það er eitt sem ekki var tekið með á þeim tíma sem ég tók þátt, en það er áhrif okkar vegna ferðalaga. En í umhverfis- og auðlindafræðunum í haust gekk eitt verkefnið út á að reikna út áhrif lifnaðarhátta okkar og notkun landsvæðis pr. einstakling (ecological footprint).  Þá var m.a. tekið inn hvað maður borðar, kaupir, hvort maður á bíl og ferðast mikið .... en áhrifin margfölduðust ef mikið var ferðast með flugi. Hægt er að reikna út m.t.t. einstaklings eða heillar þjóðar og erum við Íslendingar nokkuð há í samanburði við aðra, en ég mun skrifa sérstaka færslu um þetta mál some day. Enda áhugavert að sjá hvar maður stendur og taka á málinu, okkar sjálfra vegna og komandi kynslóða. Prófaðu sjálfur.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband