Mosfellsbær lækkar verð skólamáltíða í leik- og grunnskólum

Ég var að koma af fundi fræðslunefndar þar sem lagt var til við bæjarráð að verð skólamáltíða lækki vegna lækkunar virðisaukasaktts á matvæli sem gók gildi 1. mars sl. Það var algjör samstaða um þetta mál á fundinum.

Bókun fræðslunefndar

"Fræðslunefnd Mosfellsbæjar fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lækkun virðisaukaskatts á matvæli sem tók gildi 1. mars sl. Mikilvægt er að lækkunin skili sér til barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og því leggur nefndin til við bæjarráð að verð á skólamáltíðum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar verði lækkað um 5%. Lækkunin er byggð á raunlækkun máltíða að teknu tilliti til rekstrar- og launakostnaðar. Lagt er til að lækkunin miðist við 1. mars og er fjármáladeild falin nánari útfærsla málsins. Jafnframt eru skólastjórnendur grunnskólanna hvattir til að láta virðisaukalækkunina ná til annarra matvæla sem seld eru til nemenda í skólunum."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já það eru að koma alþingiskosningar. Kosningar til sveitarstjórna voru fyrir ári síðan.

kv, Herdís

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.3.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Glæsilegt hjá ykkur Herdís

Guðmundur H. Bragason, 7.3.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband