Ströndin færðist til

Ég fór til Cancun í Mexico með Ella þegar hann útskrifaðist úr byggingartæknifræðinni um árið. Við fórum í maí að mig minnir og var þetta frábær ferð í alla staði og skemmtum við okkur hið besta með góðum félögum. Ég veiktist að vísu, fékk matareitrun og 40°C hita í nokkra daga. Ég gat ekkert borðað og fékk sýklalyf við sýkingunni og man að Ella fór í búðina til að kaupa Gelatina og Gingerale að læknisráði. Hann fór í búðina og bað un Djin-Djer-eil... á góðri ensku og maðurinn í búðinni horfði á hann tómum augum og Elli prófaði aftur... gin, ger, eil... en allt kom fyrir ekki. Að lokum gafst hann upp og fór að leita sjálfur og fann flöskuna og þá sagði maðurinn skælbrosandi OH you meen Gin -  Ger - Ale.

Þegar við vorum þarna þá var mikil uppbygging og svæðið í mótun. Upphaflega var ákveðið að  byggja þarna upp sumarparadís og staðsetningin ákvörðuð út frá fjarlægð frá Bandaríkjunum. Þarna er fallegt, blágrænn sjór og fallegar strandir og stutt í marga fallega ferðamannastaði.

Ströndin þarna er falleg og vorum við á sæmilegu íbúðarhóteli með risa strönd. Ég man að ég undraðist þetta mjög og ekki síst vegna þess að stutt frá okkar hóteli var glæsihótel með pínu lítilli kletta strönd og nánast engum sandi. Ég spurði heimamenn hvernig stæði á þessu og þá var mér sagt að við flotta hótelið hefði verið glæsileg strönd. En ári áður en við komum hefði komið kraftmikill fellibylur, líkt og Dean sem hreinlega breytti landslaginu í einni yfirferð um svæðið. 

Ég vona svo sannarlega að fólk hafi nýtt tímann vel og komið sér í skjól og birgt það sem hægt er, því krafturinn er óhugarlega mikill. 


mbl.is Íslendingahópur farinn frá Yucatan-skaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já þetta er nú meiri fellibylurinn. Skildu þeir verða margir þetta tímabilið ? vonandi verður eyðileggingin ekki alger. Sigurrósar kveðjur í Mosó.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband