Ég vona bara að ég geti sungið þessa ríkisútgáfu af þjóðsöngnum

Það eru flestir sammála um að það sé ekki auðvelt að syngja þjóðsönginn. Ég syng alltaf með þegar hann er spilaður, en stundum reynist tóntegundin of erfið öltunni, en þá skellir maður sér bara í bassann. 

Maður hefur líka heyrt ýmsar útgáfur af þjóðsöngnum spilaðar fyrir íþróttaleiki.... stundum alveg á seinna hundraðinu. Ég tel að svona samræming sé af hinu góða og hún komi til með að auðvelda þeim sem ætla að flytja. En samt heyrast alltaf þær raddir hvort ekki sé rétt að taka upp nýjan þjóðsöng, sem auðvelt sé að syngja. En hvaða virðulega lag ætti það þá að vera?


mbl.is Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hinar ríkisútgáfurnar eru því marki brenndar að þær eru gerðar fyrir blandaðan kór og því er ekki til nein einsöngsútgáfa og hefur aldrei verið.

Það er því ekki bara ómögulegt að syngja þjóðsönginn sem einsöng; það er hreint og beint ólöglegt. 

Elías Halldór Ágústsson, 9.9.2007 kl. 12:58

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef nú aldrei verið góður söngvari en ég reyni að syngja með þegar þjóðsöngurinn er leikinn, en ég verð að viðurkenna að á sumum háu nótunum þá mæma ég bara.  Frétti af þér á vellinum. Húsbandið var að fylgjast með dótturinni.  Voða stuð. 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 17:33

3 identicon

Mér finnst að lagið "´Íslands er land þitt " eigi að vera þjóðsöngur og mér er alveg sama hvað öllum hinum finnst um það, ég mun syngja það lag á öllum mannamótum þar sem á að syngja þjóðsönginn. og þá hefur þú það góða mín. ( og ég syng ekki einu sinni vel ).

Gulla (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband