Andvaka í Boston, en kosningasjónvarpið hjálpaði

Þá er ég búin að taka stöðuna heima og er Elli enn á spítala með sexfalda tungu og getur ekki talað. Þeir frestuðu aðgerðinni í nótt, en hann hefur trúlega farið áðan því ég hætti að fá sms frá honum.

Sirrý, þessi elska er heima með krakkana og veit ég ekki hvað ég gerði án hennar fósturdóttur minnar. Þetta er ótrúleg staða ég í útlöndum, tengdó líka og Elli á spítala. Hann ætlaði með strákunum í langþráða fótboltaferð á föstudaginn, en ekki lítur það vel út.

Kosningarnar voru spennandi á þessum súper-þriðjudegi þar sem kosið var í 24 fylkjum og kosið um 42% kjörmanna þannig að þetta ræður miklu um framhaldið. Það er ljóst að þetta er ekki búið milli demókratanna Hillary Clinton og Barack Obama. Hann vann fleiri fylki en hún fleiri fulltrúa og m.a. með því að vinna í Kaliforníu og NY. Það var töluvert öruggara meðforystuna hjá Rekublikunum. John McCain sem er með gott forskot á keppinautana þá Romney og Huckabee, sem báðir hafa lýst því yfrir að þeir haldi áfram, en við skulum sjá hvað gerist þegar þeir hafa sofið á því.

Það er ljóst að fellibylir höfðu einhver áhrif á kosningarnar þar sem þeir fóru um. Um rýmingar var að ræða í hættuástandi og því fór fólk eðlilega ekki að kjósa, enda fólk að bjarga lífi sínu. Nokkuð var um slys á fólki og margir látnir. Ég efast ég ekki um að þetta ástand verði rætt á náttúruhamfararáðstefnunni í New Orleans næstu daga.


mbl.is McCain á sigurbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Almáttugur hvað mér finnst þetta slæm frétt af Ella þínum.  Vona bara að hann verði fljótur að jafna sig þegar þeir eru búnir að laga hann almennilega. Leiðinlegt að hann kemst ekki i boltaferð með strákunum. Þú sendir update inn á netið.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Vonandi lagast þetta allt.    Ég var að horfa á fréttir áðan á disknum og sá eyðileggingamáttinn eftir fellibyljanna.  Það er bara allt í rúst.

Hafðu það gott í USA

ps. Sannaðu til, þeir í New Orleans segja þér að það sem klikkaði fyrst í hörmungunum á sínum tíma var fjarskiptasambandið. Sem væntanlega kemur þér ekkert á óvart.

Marinó Már Marinósson, 6.2.2008 kl. 18:37

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já vinkona hálf ömurlegt að vera í burtu, en við erum svo rík. Eigum góða fjölskyldu og vini.

he he Marinó, nei það er rétt ég þekki það ágætlega og svo skráningin maður ... en ég segi þér hvort það var eitthvað fleira.. annars hitti ég komu á vellinum sem sagði mér sögu sína og tók hún þessu létt og fór allt of seint af stað því viku fyrr var gefin út eins viðvörun og ekkert gerðist...  og svo þegar hamfara Katrín kom tók fólk þessu ekki nægjanlega alvarlega ...sem sagt úlfur úlfur heilkenni.

Herdís Sigurjónsdóttir, 7.2.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband