Sagan af Kálfagerđisbrćđrum

Í dag kvaddi ég Harald Árnason, eđa Halla Árna eins og hann var alltaf kallađur.

Halli hefur alla tíđ verđi hluti af mínu lífi og sé ég hann fyrir mér brosandi međ sitt einstakt blik í augunum og sjarma. Alltaf jafn glćsilegur og mun ég sakna hans. Enginn Halli á F 33 á götum bćjarins lengur. 

Hann Halli var mikiđ heima ţegar ég var krakki. Hann og pabbi spiluđu saman, veiddu saman, gerđu heimsins bestu hákarlastöppu saman. Ég fór margar ferđirnar í olíubílum međ ţeim pabba og Halla og fékk meira ađ segja ađ fara í Portiđ, en hafđi ţó ekki aldur til ađ "ganga til altaris". Hann Halli spilađi oft viđ mig ţegar ég var yngri og á ég eina yndislega mynd, sem ég held mikiđ upp á af okkur Halla spilandi á spil inni í stofu. Halli var ţó ekki mikiđ á Laugarvegi 15 síđustu árin, en var alltaf jafn gaman ađ hitta hann og á ég margar góđar minningar um yndislegan mann. 

Barnabörnin tóku virkan ţátt í athöfninni í dag, Árni Ţór söng fallega og Selma dóttir Árna spilađi yndislega á flautu. Margt var viđ jarđaförina sem var í anda Halla, falleg og sögur sagđar af honum sem fengu fólk til ađ hćgja, sem er nú ekki algengt viđ jarđafarir.

Ein sagan var af skotfimi Halla. Hann var sagđur hafa skotiđ ađ tveimur mönnum, sem voru á rjúpnaskytteríi í Hraunalandi, ţar sem Halli skaut gegn ţví ađ sjá um ćđavarpiđ fyrir Pétur. Nú Hallli var kallađur fyrir sýslumann, en brást hann hinn vesti viđ og lét sýslumann vita ađ skotmađurinn hafi sko ekki veriđ hann, ţví hann hefđi klárlega hitt ţá.

Ég hef heyrt margar sögur af ţeim Halla og pabba og rifjuđum viđ eina ţeirra upp í dag ţegar viđ komum heim.

Ţeir vinir, pabbi og Halli Árna höfđu gaman ađ ţví ađ fá sér í glas saman. Ţeir sátu einu sinni sem oftar niđri á hótel Höfn hjá Palla vini sínum hótelstjóra og var mikiđ fjör hjá ţeim félögum. Ţeir urđu svangir eins og gengur og gaf Palli ţeim ađ borđa ţessa líka dýrindis steik. Ţeir vildu ţá fá ađ vita hvađa kjöt ţetta vćri. „Kálfakjöt" sagđi Palli og spannst mikil umrćđa um ţvílíkt lostćti ţetta vćri og ţá sagi Palli „ Af hverju kaupiđ ţiđ ekki bara kálf á fćti?" Ţeir pabbi og Halli urđu strax nokkuđ spenntir fyrir hugmyndinni og veltu fyrir sér hvar vćri hćgt ađ ná sér í kálf. Ţá sagđi Palli ţeim ađ hćgt vćri ađ fá nýborna kálfa á Hóli.

Ţeir félagar settust yfir viđskiptaáćtlunina (sjálfsagt gerđ á servíettu frá Hótel Höfn) og reiknuđu út vćntanlegan gróđa af kálfaútgerđinni. Hvort sem ţađ stafađi af eldvatninu sem í ćđum ţeirra rann, eđa einhverju öđru ţá var samdóma álit ţeirra og allra viđstaddra ađ kálfarćkt vćri nú lítiđ mál og ţeir myndu stórgrćđa á fyrirtćkinu. Ţeir gćtu gefiđ kálfunum matarafganga frá heimilunum á Laugarvegi 15 og 33 og svo gćtu ţeir keypt ódýra undanrennu til ađ gefa ţeim. Svo vćri líka upplagt ađ láta ţá bíta grasiđ á ballanum, sem myndi meira ađ segja spara slátt. Sem sé, kálfarćkt var máliđ. Eins og međ flest sem ţeim datt í hug ţá voru ţeir ekkert ađ dvelja viđ hugsunina lengur og hringdu ađ Hóli og viti menn! Ţar voru einmitt tveir nýbornir kálfar.

Fjöriđ hélt áfram fram eftir nóttu og gleymdu ţeir fljótt kálfaútgerđinni. En á fögrum vordegi var bankađ á dyrnar á Laugarvegi 15. Mamma fór til dyra og stóđ ţar mađur sem sagđist vera kominn međ sendingu til Budda skipstjóra. Pabbi var vakinn upp međ hrađi. Ţegar hann kom til dyra og leit út, rifjuđust hratt upp atburđir nćturinnar. Fyrir utan húsiđ var bíll međ kerru. Á kerrunni stóđu tveir nýbornir kálfar, sem horfđu stóreygir beint í augun á sínum nýja húsbónda.

Pabbi hrökk viđ og glađvaknađi. Hann sagđi međ hrađi ađ afhending ćtti ađ fara fram hjá Halla Árna og fóru ţeir ţangađ međ kálfana sem voru settir á ballann fyrir neđan húsiđ. Sjálfsagt hafa ţeir félagar veriđ búnir ađ henda viđskiptaplaninu, ţví kálfarnir voru aldir á dýrindis nýmjólk sem ţeir fengu beint úr 10 lítra beljum. En pabbi slapp vel ţví hann fór á sjóinn og lenti kálfauppeldiđ ţví allt á Halla. Kálfarnir höfđu mikla matarást á húsbónda sínum, Haraldi Árnasyni og komu ţeir hlaupandi baulandi á móti honum í hvert sinn sem hann kom heim í mat eđa svo mikiđ sem keyrđi eftir Laugarveginum.

Kálfaútgerđin stóđ í eitt sumar. Kálfarnir voru elskađir og dáđir af krökkunum í hverfinu, enda gćfir sem heimalningar. Eitthvađ voru ţeir ţó ađ sleppa út úr girđingunni. Eitt sinn gerđu ţeir sig heimakomna viđ hurđina hjá Hönnu Stellu og Kidda G á móti. Segir sagan ađ ţau hafi ţurft ađ moka sig út úr húsinu og Halli hafi sést á fjórum fótum ađ ţrífa upp skítinn eftir blessađa kálfana.

Um haustiđ var komiđ ađ slátrun og fóru útgerđarmennirnir ţví ađ velta fyrir sér endalokunum. Ţeir sömdu viđ Venna sláturhússtjóra um eina flösku á kálf og keyrđu ţá svo „upp í sveit". En ţeir pössuđu sig ţó á ţví ađ segja krökkunum ekki, ađ um vćri ađ rćđa himnasveitina, en ekki ţessa eiginlegu međ grćna grasinu.

Kálfagerđisbrćđur, eins og Venni slátrari kallađi ţá fóru ţó ekki út í frekari útgerđ. Enda hefur eiginlegur hagnađur sjálfsagt ekki veriđ mikill af fyrirtćkinu. Nutu ţeir félagar ţó hvers munnbita, enda kálfarnir afar vel aldir á túninu viđ Laugarveg 33 og viđ hin getum hlegiđ ađ uppátćkinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já...Herdís, alveg er dásamlegt ađ rifja ţessa sögu upp. Ţar sem ég er heilum 7. árum eldri en ţú man ég eftir ţessu ćvintýri.  Mikiđ voru ţessir kálfar elskađir, margar ferđirnar fór ég međ ´´10 lítra mjólkurbrúsana´´  á túniđ hjá Halla Árna og knúsađi kálfanna  ´´mína´´.  Ţeir voru rauđir og eltu mig um allt tún ţegar ég kom međ mjólkina og laumađi góđgćti ađ ţeim í leiđinni. Ţetta sumar var stórkostlegt fyrir mig, sem var alltaf međ einhver dýr ađ hugsa um og enn ţann dag í dag.  Eitt get ég sagt ađ KÁLFASUMARIĐ var fullbókađ hjá mér.  Ég sem hef veriđ töluvert í viđskiptum  get alveg skiliđ af hverju Halli Árna og Buddi Jóhanns  pabbi okkar,  urđu aldrei ríkir af veraldlegum auđi í viđskiptalífinu. Auđurinn sem ţeir fengu eftir ţetta sumar eru ómetanlegar minningar fyrir okkur af stórbrotnum og frábćrum persónuleikum. Síđan er góđ saga ađ ţví ţegar ţessar elskur (kálfarnir) fóru í sígrćnu ´´himnasveitina´´ og frystikistuna.  Ég ćtla ekki ađ fara mikinn í ţerri sögusögn en eitt get ég sagt ađ sláturhúsiđ var opnađ alveg sérstaklega fyrir ´´KÁLFAGERĐISBRĆĐUR ´´svo eitthvađ var ţetta erfitt og sögulegt.  Látum ţađ bíđa betri tíma ađ rifja ţá sögu upp. Ţađ er mikill sjónarsviptir af Halla Árna fyrir okkur Siglfirđinga og mun ég ávallt minnast hans sem hluta af lífi fjölskyldu okkar ađ Laugarvegi 15. Síđast spjallađi ég viđ Halla Árna í sumar er ég var ađ ganga međ hundinn ´´pabba ´´ á Laugarveginum í sól og sumaryl, hann var ađ líta til veđurs og náttúrunnar af svölunum sínum á 33.

 Kristín Sigurjónsdóttir

Kristín Sigurjónsdóttir (IP-tala skráđ) 12.1.2010 kl. 22:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband